16 apríl 2007

Sálumessa / Requiem (eða: The Grate Crossover Potential)

Sko á tregawöttunum.

Nú laust fyrir helgi lést bandaríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut á heimili sínu í New York. Árið 2005 gaf hann frá sér bókina A Man Without a Country, og lét hann þau orð fylgja að hún yrði hans síðasta verk, eins og raunin varð. Ljóðið sem hér fer á eftir birtist á lokasíðum bókarinnar, en síðasta erindi þess hefur verið birt í minningargreinum stórblaðanna vestanhafs, með tilvísun í hve viðeigandi það er að höfundinum látnum. Hér birtist ljóðið hins vegar í heild sinni, og í íslenskri þýðingu.

...

Sálumessa

Krossfest Jörðin,
fengi hún rödd
og eyra fyrir kaldhæðni,
gæti hæglega sagt
um misnotkun okkar,
„Faðir, fyrirgef þeim,
Því þeir vita ekki, hvað þeir gjöra.“

Kaldhæðnin væri
að við vitum hvað
við erum að gera.

Þegar síðasta lifandi veran
hefur dáið af okkar völdum,
hve ljóðrænt það væri
ef Jörðin gæti sagt,
röddu sem flyti upp
ef til vill
neðan af botni
Miklagljúfurs,
„Því er lokið.“
Fólki líkaði ekki vistin hér.


Requiem

The crucified planet Earth,
should it find a voice
and a sense of irony,
might now well say
of our abuse of it,
"Forgive them, Father,
They know not what they do."

The irony would be
that we know what
we are doing.

When the last living thing
has died on account of us,
how poetical it would be
if Earth could say,
in a voice floating up
perhaps
from the floor
of the Grand Canyon,
“It is done.”
People did not like it here.

...

Djammsessjón okkar Inga Bjarnar. Gaman að gera eitthvað smotterí til heiðurs karlinum.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe fíla það að kalla þetta djammsessjón.
-ingi

Björninn sagði...

Já.. ég líka. Fílaði það soldið þannig, þetta með að skrifa saman texta í gegnum msn.