20 apríl 2007

Hann ætlar að berjast við fasistana

Góða ferð til útlandsins, Ingi Björn!

Einnig:Lost er ennþá góður, South Park var mjög fínn, Slaughterhouse-Five kvikmyndin kom mér á óvart.. Er að klára fyrstu DS9-þáttaröð og mér skilst hún batni eftir því sem lengra líður. Trekkarar kalla það víst að þættinum ,,vaxi skegg" þegar hann verður betri með tímanum, vísun í einhvern gaur í TNG sem lét sér vaxa alskegg um svipað leyti og þeir þættir sóttu á. Gaurinn sem leikur Sisko hlýtur að hafa tottað og/eða riðið sér leið inní þetta hlutverk.. hann er ofboðslega slæmur. Og ég sem hélt ég hefði byrjað svo seint að horfa á þessa þætti þegar þeir voru sýndir á RÚV.. en ég man eftir sjötta þætti nokkuð greinilega. Hvernig líst ykkur á þá eplakrás?

Fólkið sem ætlaði að hafa samband við mig fyrir þann tuttugasta hefur enn ekki haft samband. Satans.

-b.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað er þessi ljósmynd af Bush að gera þarna? Ég skil hana ekki. Afhverju kýs Bjössi að setja svona ófyndna (varúð) mynd af Bush á bloggið?
hkh

Björninn sagði...

Mér finnst hún geðveikt fyndin.. Sjáðu hana fyrir þér sem myndasöguramma, hann væri snilld.

[Davíð K. Gestsson] sagði...

DS9? TNG? Sisko?...nörd.

Mér finnst myndin æðisleg. Hvað er Cheney að gera þarna í runnunum?

Björninn sagði...

Nákvæmlega maður.

Og hver sá sem horfir ekki á Star Trek.. ja, hann er í rauninni ekkert verri maður fyrir vikið. Eða endilega með verri smekk en hver annar. En hann er ekki að horfa á Star Trek, svo mikið er víst! Á meðan aðrir horfa á Star Trek.

Nafnlaus sagði...

Takk maður! Ferðin gekk vel, veðrið er gott. Í dag fór ég á ströndina.
-Ingi

Nafnlaus sagði...

Sko, Bjössi... hann er kannski ekki verri, sá sem ekki horfir á startrek...en hann er fjandakornið ekki eins góður, sjáðu. Og hann veit líka hvað ormagöng eru. Og replicator. Ég heyrði það þýtt sem "fjölvi" um daginn. Aumingja fólkið sem missir af þessu. Jú, það er verra.
hkh

Björninn sagði...

Ókei, þeir eru verri en við hin. Ég var að reyna að vera voða dipló en þetta er auvitað alveg rétt hjá þér.

Ég skildi hinsvegar aldrei hversvegna fólk fær diska og hnífapör og glös og svoleiðis með, þegar það pantar eitthvað úr replikatornum. Er þessu svo hent?, spurði ég. En netið hefur svörin:

,,"What happens to the glasses when they're done with them?"

The empty glasses, plates, etc, are put back in the replicator terminal ("Timescape" [TNG]), and returned as raw materials to the bulk matter store. It would make sense if they were only disassembled on the molecular level, as the energy needed to reform new glasses would be much lower than if they were broken down to the atomic level or quantum level."

Meikar sens. Trek-sens allavega.