11 febrúar 2008

Afmæliskveðjur

Bræður mínir áttu afmæli um daginn. Siggi varð 21. árs gamall þann 8. febrúar og Þorri varð 10 ára þann 7. febrúar. Ég talaði við hvorugan þeirra. Þorra ekki vegna þess að hann er tíu ára og ég veit ekki hvernig maður á að tala við börn í síma til annars en að biðja um foreldra þeirra. Sigga ekki vegna þess að hann er ekki með síma þarsem hann er akkúrat núna.

En ég mundi samt dagana. Til hamingju strákar.

-b.

Engin ummæli: