14 febrúar 2008

Tími fyrir zan zan

Einsog ég sagði við vinkonu mína um daginn: Maður (eða ég, í það minnsta) er í raun og veru þrjár persónur, ef ekki fleiri. Að minnsta kosti þrjár. Það er þessi sem veit hvað klukkan er og er þreyttur en nennir samt ekki að fara að sofa. Svo er þessi sem heyrir í vekjaraklukkunni en nennir ekki á fætur alveg strax og snúsar og er viss um að ná alveg í vinnuna þótt hann hvíli sig í fimm mínútur í viðbót. Og svo er það þessi sem mætir of seint í vinnuna, er að leka niður í stólnum klukkan hálftvö og skilur ekkert í hinum tveimur, hvernig þeir fá það af sér að eyðileggja daginn fyrir honum trekk í trekk.

(Og sjá fjórði sér um að skrifa einhliða samtöl á netið.)

(Sá fimmti heitir -b.)

Engin ummæli: