24 janúar 2008

Megas og Sylvía


M-nótt

Mér er ekkert um menninguna gefið
sagði maður einn: hún gengur ekki í nefið
né hentar hún í æð svo ég legg á helvítið fæð
og hugsi ég til hennar þá er það einkum eitthvað ljótt
en nú er ég einmitt einsog kviksettur á kolblárri menningarnótt

sylvía hún hefur það og sex það verður ekki af henni skafið
það væri suddalegt að stinga sér alveg í hana á bólakafið
og tremmakúl að eiga á því kost að spúla
hana að innan það væri fáránlega frjótt
og því segjum við: abeat og pereat kúltúr við heimtum sylvíunótt

meybarn átti grýla sem meikaði hún vægast sagt ekki
,,það má ekki ske að skrýmslið skæli hér allt og skekki"
þeetta var skýlaus viðurkenning og mærin sem hét menning
fór í mínus og fór á flakk og fór með veggjum og fór hljótt
en hún emjaði einsog stunginn grís þegar menn gripu hana og múruðu inní marklausa nótt

ég hef ekki á menningunni mætur
sagði hann: hún mætti sleppa því að fæara á fætur
og bara selja sig einsog hún er - í bælinu allsber
uns hún breyttist í rottuholu í gróinni tóft
en það er vissulega ekki við hana sjálfa að sakast heldur þá sem malla þessa menningarsótt


Hann vill spúlana að innan já.. það að ,,sprengja í" hinar og þessar, einsog maður hefur heyrt fleygt, hljómar frekar hjákátlegt í samanburði.

Einnig: sumir tala um að ,,smúla" eitt og annað, en það er ekki rétt. Maður spúlar. Smúl er smygl. Hef ég heyrt.

-b.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott hjá Megasi. Kröftug myndhverfing.

Ég segi alltaf "smúla" og það er bara nákvæmlega ekkert rangt við það! Vissulega getur sagnorðið "smúla" þýtt "að smygla" En nú vitna ég í Mörðinn: "smúla -aði s þrífa með kraftmikilli vatnsbunu (þilfar, gólf og borð í fiskvinnslu, síldarplani o.þ.h.), spúla."

Ennfremur er nafnorðið "smúll" til sem þýðir einfaldlega "vatnsslanga sem smúlað er með, spúll". Og það passar auðvitað ljómandi vel við myndhverfinguna hans Megasar.

-Ingi

Björninn sagði...

Iss, ég spúla nú bara burt þessari athugasemd þinni. Með typpinu.

Björninn sagði...

(Þetta þýðir að ég hef ekkert svar við athugasemd þinni og reyni því af veikum mætti að snúa útúr.)