21 janúar 2008

Birni þykir það notalegt að verða ekkert úr verki

Þessi helgi er búin að vera einstaklega róleg og þægileg. Þægilegheitin ætla sjálfsagt að fara með mann. Nú er ég búinn að horfa á 3:10 to Yuma, The Running Man, The Man from Earth og The Nines.

Swarzsssegnerg er einstaklega lélegur í Hlauparanum. Hann hefur aldrei verið góður en hver einasta lína er hörmung. Þó svipar myndinni frekar til bókarinnar en mig minnti. Jarðmaðurinn er skondin en ekkert sérlega vel heppnuð yfirfærsla af sviði. Síðdegislestin til Yuma er hreinlega ekki nógu góður titill vegna þess að spennan er fólgin í þessari nákvæmu tímasetningu, á fleiri en einn hátt. En myndin meikar ekkert sens. Þetta er fínn vestri útaf fyrir sig, en endalokin eru tóm þvæla. Sjáið frekar Seraphim Falls, sem mér fannst ekkert spes heldur, en hún gerir hlutina betur en Yuma. Hei, eða bara The Proposition. Níurnar, það er ein spes mynd. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um hana, en ég er allavega ánægður með að hafa séð hana.

Og lagið sem mér finnst skemmtilegast að spila í Guitar Hero er Even Flow. Allavega þessa helgi.

Og rakvélin varð rafmagnslaus í kvöld og ég komst að því að ég er rosa flottur með skeifu-yfirvaraskegg.

Og amasón pakkinn minn á að vera kominn í pósthúsið. Eftir þessa sendingu verð ég að hægja á innkaupunum í smá tíma.

Og og og og og og vatn er gott og sunnudagurinn er frændi vikunnar og sjö dagar í viku eru skrýtið geim og reynum nýjan stað í vikunni og klukkan hálfátta er góður tími líka til að gera allskonar og pillurnar eru alltaf á sinni hillu og það vantar nýjar hillur líka og ég prenta ekkert og það vantar ekkert og maður spinnur ekkert í hlýjunni við eldinn og hvernig gera þeir þetta fyrir sunnan félagi og vinnan byrjar ekkert seinna í fyrramálið þótt ég vaki lengur og hvað er í gangi með það kanntu að spyrja nema og ég þarf ekki og það er reyndar og nú er ég bara að skrifa til að skrifa.

-b.

Engin ummæli: