04 janúar 2008

,,búinn að drekka kippu..."

Lögreglan hefur nú í rannsókn stærsta stuld á bókum og ritum sem framinn hefur verið á Íslandi. Tugum bóka var stolið úr dánarbúi Böðvars Kvarans á seinni hluta ársins 2006 og fyrri hluta ársins 2007. Flestar bókanna eru afar verðmætar fornbækur, frumútgáfur og illfáanlegar annars staðar.

Talið er ljóst að verðmæti bókanna hlaupi á tugum milljóna og jafnvel allt upp í hundrað milljónir. Lögreglan birti í gær lista yfir þær bækur sem enn er saknað úr safninu.

Hjörleifur Kvaran, sonur Böðvars, segir að synir Böðvars hafi kært málið til lögreglu síðasta haust. Það sé nú í rannsókn og að því er hann best viti sé rannsóknin á lokastigi.


..ég vissi ekki að bandið væri ennþá starfandi. Hm.

-b.

Engin ummæli: