31 janúar 2008

Blót-Björn

(Ég virðist nota nafnið mitt meira í þessum skrifum en áður. Eða hvað, er það vitleysa í mér? Kannske er það vegna þess að í vinnunni er ég jafnan kallaður Björn eða jafnvel Björn Unnar, heilu romsunni sem móðir mín ætlaði mér fyrir öllum þessum árum síðan. Það er ekki sama hvað maður er kallaður, það hefur einhver áhrif á það hvernig maður hegðar sér. Jón eða Séra Jón.)

(En nú er ég einmitt að fara í þorrablót í vinnunni á föstudaginn. Ég er ekkert fyrir þorramat en það er nú mál að sýna lit og svona. Mæta í gleðskap, hitta fólk. En hvernig ber maður sig á svona þorrablótum? Mér skilst að það séu engar beinar tilskipanir um klæðaburð, er það lopapeysa eða skyrta eða handklæði? Ég á nefnilega enga lopapeysu. Og reyndar engar buxur heldur.)

(Eru til einhver góð ráð um svonalagað?)

(Og ef það kemur í ljós að innskotið í byrjun skrifa leiðir inní meginmálið, á maður þá að halda svigunum? Hvar hættir maður að nota þá? Hérna:?)

Hjálp.

-b.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki örvænta Bjössi. Hallur er gjörsamlega með skothelda uppskrift að klæðaburði varðandi þorrablót. Sláðu á þráðinn til hans.

-Ingi