31 janúar 2007

..og ég var ekki einusinni fæddur '67.

Ég er að tosa niður fyrstu þáttaröð af 24, svona til að sjá hvað allir eru að tala um. Þá fatta ég að tuttugu og fjórir eru fjörutíu og tveir öfugt, markatalan sem kramdi hjarta mitt og vonir til mannkyns (les. 'draumóra um yfirburði íslensku þjóðarinnar') í gær. Til að bæta gráu á svart sé ég að hlutfallið milli seedera og leechera er 14 - 2. Danmörk yfirbugar mig allstaðar.

-b.

Engin ummæli: