23 janúar 2007

,,Welcome home, Mr. President."

Battlestar átti eitt ofursvalt augnablik í gær sem reddaði þættinum. Þeir eru hinsvegar búnir að stroka út flestallar breytingarnar sem urðu í kjölfar Pegasusar, og eru um leið komnir í leiðinlega rás hvað varðar mystík og 'stærri sögu'. Þar sem áður voru skemmtilegar pælingar um eingyðis- versus fjölgyðistrú er núna eintala öðrum megin og fleirtala hinum megin, en hvortveggja miðast útfrá júdeo-kristnum gildum og siðum. Endrum og eins hrópar einhver ,,gods damnit", einsog til að minna mann á að þetta fólk trúir á fleiri en einn guð, en það stendur ekkert að baki. Í staðinn fyrir að ákalla einn guð er kallað á einhvern óræðan hóp, en löngu hætt að minnast á einstaka guði með nafni** og ekkert sem bendir til þess að trúarsannfæring þessara einstaklinga hvetji þá til að haga sér öðruvísi en kristnir Kanar.

Höfundarnir virðast hafa meiri áhuga á því hver er skotinn í hverjum, og þannig verða einstakir þættir sífellt meira óspennandi, og stóra sagan missir dampinn. Helst hefur verið gaman að fylgjast með vélmennunum núna uppá síðkastið, en það er óvíst hvernig það verður í framhaldi af síðasta þætti.

Ekki það að ég sé hættur að horfa. Þetta er skæfæið mitt.

Og The Dresden Files er Charmed mínus gellurnar plús voice-over.

-b.

**Nema þegar nöfnin sjálf eru notuð, svona uppá kúlið, einsog Aþena í kallmerki Sharonar, eða Jupiter í stjörnu-leiðarstikunni núna síðast. En einsog annarstaðar þýða þessar vísanir ekki neitt, þær eru bara þarna afþví við þekkjum þær úr grískri/rómverskri goðafræði.

Engin ummæli: