16 janúar 2007

,,Farþegar á leiðinni til Kaupmannahafnar.."

Ég sit á Leifsstöð og það eru þrjú korter í brottför og ég skil ekki hversvegna ég fatta aldrei að smyrja mér nesti í svona ferðalög. Samlokan kostar fimmhundruð og áttatíu krónur. Ég er aurasál.

Kauptaði ópalpakka handa meðleigjendunum. Íslenskt gotterí, svona fáið ykkur, kem ég til með að segja einhverntíman í nánustu framtíð. En þó veit ég ekki einusinni hvort það er nokkur heima. Eru þær ennþá dreifðar um Skandinavíu þessar elskur? Ég er með lyklana að íbúðinni í vasanum, sem verður strax að teljast stór breyting til batnaðar frá því ég fór sömu leið í haust. Flug á Kastrúp, lest þaðan til Örestað og síðustu metrarnir á tveimur jafnfljótum. Hreint ekki slæmt, ef maður spáir í því.

En samt. Helvítis flug helvítis flug.

Það er þriðji hver maður með lappa. Ég er enn á meðal Íslendinga. Og mig vantar tímarit að lesa eða einhvern andskotann.. Man hreinlega ekki hvort ég hef nokkurntíman áður stigið uppí flugvél án þess að hafa bók að lesa. Villimennskan spælir mig.

Bless Ísland.

-b.

Engin ummæli: