21 janúar 2007

Myndir af vélkvendi

Battlestar Galactica hlýðir sömu reglum og aðrir hefðbundnir sjónvarpsþættir í BNA.. sýnir samasem ekkert blót og enga nekt til að tala um. Maður tekur helst eftir þessu í sambandi við Six, sem virðist alltaf hálfnakin en samt aldrei þannig að maður sjái nokkurn þróaðan hlut.

Og það væri hægt að halda því fram að ímyndunaraflið fylli inní eyðurnar og að þetta sé í raun og veru meira sexí og bla bla bla. En fjandinn. Ef hún ætlar svo að sitja fyrir í Playboy, þá ætla ég að finna myndirnar og síðan að sýna öðrum þær. Smelli smell.-b.

3 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Hútsjí mamma!

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Nú hef ég horft á nógu marga þætti af Battlestar og gaumgæft þessar myndir nægilega til að geta verið almennilega dómbær um efnið...en ég verð að gerast klisjumaður og segja að hún sé mun heitari í sjálfum þáttunum. Kannski er það bara út af vélstúlkna-perversjónunum mínum, en þessar ljósmyndir af henni alsberri í hlutverki manneskju, samanborið við fáklætt en þó að einhverju leyti klætt vélmennið sem hún er í þáttunum, gera ósköp lítið fyrir mig.

Björninn sagði...

Já, það er góður punktur og ég verð eiginlega að vera sammála þér.

Hinsvegar kitlar það alltaf pervertinn í manni að sjá meira í dag en í gær, þósvo að sú tilfinning endist ekki jafn vel og annað.