24 ágúst 2006

Að fara

Ég á ennþá eftir að pakka.

Það er eitthvað vesen að redda ferðatösku handa mér, eitthvað sem mér datt ekki í hug að yrði neitt vandamál.. Allt draslið er hérna, það þarf bara að koma því niður einhvernvegin.

Ég flýg klukkan hálfátta. Lendi hálfeitt. Búinn að vera að skoða þetta á gúgúlmaps og hérna er íbúðarkomplexið mitt. Ég kem til með að gista í Lyngby fyrstu helgina, í íbúð sem skólafélagi hans Ýmis leigir þarna úti. Hvað maður gerir svo þegar út er komið.. það er annar handleggur.

Jæja taski task.

-b.

Engin ummæli: