24 ágúst 2006

Tókst!

Jæja, búinn að pakka. Fékk þessa risa ferðatösku maður, tróð í hana öllu sem ég ætlaði að taka með, svona fyrir utan tölvuna og eitthvað smotterí. Ekkert mál, þetta small sem glófi um lófa. Vigtaði kvikindið og það voru um þrjátíu kíló. Mér skilst það séu tíu kílóum meira en leyfilegt er hjá icelandexpress.

Hnikaði aðeins til, færði þetta þyngsta í litla hjólatösku sem ég tek í handfarangur og sjá! Allt innan marka.

Creative compliance vil ég kalla það.

Annars ætla ég að henda tölvunni niður í bakpoka og vera reddí. Borða, reykjavík og þá út. Hér kem ég.

-b.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bæjó

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Eða 'þar ferðu'. Blessó Bjössi bösse!

Már sagði...

Blessó

Björninn sagði...

Sjálfur!