12 ágúst 2006

Listi

yfir tuttugu og fimm hluti sem þú ættir ekki að gera fyrsta mánuðinn eftir að þú flytur inn til gaurs. Megnið af þessu er dálítið leim og dálítið fyndið, en númer sjö er nákvæmlega ekkert fyndið og lýsir væntanlega biturri reynslu höfundar:
7. Get drunk on your own and refuse to do anything other than sob inconsolably and fight off his attempts at consolation once he gets home.

Þetta er innan um reglur einsog 'ekki skilja eftir sokkabuxur á ofninum' og 'ekki bjóða mömmu í heimsókn'. Kreisí.

Í gær borðuðum við á Hereford steikhúsi og líkaði ekkert sérstaklega vel. Ég held að allir hafi verið sammála um að maturinn væri ekkert spes. Já og litlir skammtar (einsog Allen djókaði forðum). Gott og vel, maður er að borga fyrir ákveðið stóra steik, en má maður ekki búast við meiru en fingurbjörg af baunum og gulrótum þegar það stendur ,,steikt grænmeti" á matseðlinum?

Það kostar nánast ekki neitt en munar mikið um að veita vel af meðlæti þegar kjötið er óspennandi og diskurinn dýr. Það held ég nú.

Síðan fórum við hingað heim og drukkum. Síðan niðrá bar í sporið. Mjög gaman, held ég.. við hittum eitthvað fólk sem ég bið að heilsa.

Í morgun tók við mesta þynnka þessa heims. Hún lá á mér frameftir degi, fór að ókyrrast um fjögur, setti svo á sig fararsnið og rauk útum dyrnar um sexleytið. Nú hef ég engan að tala við. Sjónvarpið henti mér aftur um sjö ár með Get ekki varla beðið og núna situr Föðurlandsvinurinn á kassanum og fleygir títuprjónum í augun á mér. Gibson að gera það sem hann gerir best: Að hika og sjá á eftir hlutunum. Og svo hikar hann aðeins meira.

Hvernig er það, á að vera menningarnótt í gangi núna?

-b.