13 ágúst 2006

Gátan

Hann Helgi lagði þessa gátu fyrir mannskapinn yfir matnum í gær. Ég mundi eftir henni af vísindavefnum en fattaði ekki svarið þá, og tékkaði aldrei á lausninni þegar hún var birt. En viti menn, ég leysti gaurinn þarna á staðnum! Eftir dálítinn tíma reyndar.. en það kviknaði á perunni. Djöfull var ég góður með mig, sérstaklega eftir að hafa staðið ráðþrota yfir þessari hérna (og borið við eina lélega lélega afsökun):

5 + 5 + 5 = 550

Bætið við einu striki til að rétta dæmið.. hvar sem er nema ekki á samasemmerkið. Danni hafði þessa.. helvíti góður.

Á morgun ætla ég að reyna að flytja drasl austur. Það er planið. Góðanótt í bili.

-b.

Engin ummæli: