,,Det er stadigt optaget. Du stár i kö som nummer.. [hægt lækkandi númer]. Vent venligt."
Núna er það komið niðrí ,,et". Ég er númer eitt. Kominn tími til.. ég er búinn að vera að bíða í röð í.. ja ég veit ekki hversu lengi, ég sé það ekki á skjánum lengur því þar er tilkynning um sms - þessi sem maður fær þegar maður er nýbúinn að fylla á frelsið, en ég þorði ekki annað en að fara á glitni punkt is og kaupa þúsundkall eftir að ég hafði beðið í röð ansi lengi.
En þetta er kominn dálítill tími. Og mig grunar að það hafi fleiri fallið frá en fengið samband. Ég hljóp á heilum tölum. Næstum því.. Tíu tíu níu átta átta átta átta átta átta sex sex sex fjórir tveir tveir tveir tveir tveir tveir tveir...
Hei ég er kominn í samband. Nú veit hún hvaða íbúð ég á að leigja og ég hef verið settur í bið aftur. Jei.
Og ég er þannig séð orðinn seinn niðrá Ægisíðu. Tók tóbaksk
---
Þarna þurfti ég að rjúka út. Nú er ég kominn heim. Vaktstjórinn á morgunvaktinni hringdi og vildi í fyrsta lagi fá tóbakslykilinn og í annan stað afleysingarmann. Var eitthvað veik í mallanum. Svo ég hljóp til. Fínt mál.. þá þurfti ég ekki að hanga þarna til miðnættis.
Kom við í bankanum og fékk að vita að ávísunin sem ég sendi leiguliðunum þarna úti hefur verið leyst út. Þannig að greiðslan er amk. komin í þeirra hendur. Þá er að vona að það gangi betur að fá svör frá þessum kónum.
Þegar ég var aftur tekinn í tólið (þarna þarsem ég hætti áðan) margendurtók ég hvaða íbúð ég væri að tala um, en hún fann engan samning merktan mér. Sagði mér að hringja eitthvað annað. Ég fékk það númer, en þurfti að drífa mig í bensínið.
En þetta er allavega að silast inn. Vona ég. Klára þetta á morgun með leyfi veraldar og vænnar lukku.
-b.
ps. Þegar ég loksins skellti á Danmörku hafði símtalið staðið yfir í þrjátíu mínútur og nokkrar sekúndur. Good times.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli