21 ágúst 2006

Alveg satt

Ég var einusinni í vetur að leysa einhvern af í Háholtinu, sem er bensínstöð í Mosfellsbæ. Var að fikta við einhvern fjandann og hallaði mér yfir afgreiðsluborðið, tölvan pípti og upp komu þessi skilaboð:
Strikanúmer ekki á skrá:
0066686000062


Þarsem engin önnur hreyfing var í gangi fyrir framan skannann hlýtur hún að hafa átt við mig.. þósvo ég hafi aldrei fengið þessi skilaboð aftur, sama hversu oft ég hef farið fyrir geislann.

Ég hripaði númerið niður á reikningsblað, stakk því í vasann og tók á móti næsta kúnna. Fann blaðið áðan og mundi eftir þessu.

Blaðið sjálft er númerað 0308062.

-b.

Engin ummæli: