15 ágúst 2006

Neysla

Ég er ennþá að gera það upp við mig hvað mér fannst um Powers: Forever. Góð bók í sjálfri sér, en var þetta nauðsynlegt fyrir söguna í heild? Mér fannst þetta einhvernvegin ekki flútta.. en bíðum og sjáum.

Besta myndasagan sem ég hef lesið á undanförnum vikum hlýtur samt að vera Why Are You Doing This? eftir Jason. Það er svo rólegt yfir henni og stíllinn svo skýr og líðandi að maður veit ekki fyrren sagan rífur mann í sig á síðustu metrunum. Stutt en alveg svakalega sterk saga.

Ég sá The Kid Stays in the Picture í gær. Hún var nú ekki beint það sem maður myndi búast við af Patton Oswalt að dæma, en hann var að vísu að tala um bókina.. það má vera að versta stöffið hafi verið sniðið af fyrir bíóið. Gaman af henni samt.. meira en mig hefði grunað, þarsem þetta er í sjálfu sér bara aldinn fauskur að láta gamminn geysa yfir gömlum ljósmyndum.

Talandi um gamlan fausk: Góður Entourage þáttur. Það er samt einsog það vanti eitthvað, ef maður ber þessa þáttaröð saman við þá sem kom á undan.. það var stærri saga í gangi, fannst mér.

Samurai Executioner [Ekki Assassin! Sjís. Lagað daginn eftir] kom mér líka á óvart. Fljótt á litið sýndist mér hann vera að endurtaka Lone Wolf and Cub, og ég held það sé vel skiljanlegt: aðalpersónan er sláandi lík Ogami Itto. En þarna er allt öðruvísi saga á ferðinni. Fyrsta bókin er a.m.k. bara að skoða japanska réttarkerfið á þessum tíma.. vísar til þekktra sakamála og fer útí athyglisverð smáatriði varðandi prótókóla innan kerfisins. Einskonar procedural með svona ofur-samúræja tvisti.

Las líka Orbiter og Switchblade Honey eftir Ellis í dag. Og ég þreytist víst seint á að segja það, en það skásta við megnið af sögunum hans Ellis eru inngangarnir hans. Miðað við það hversu mikið hann blaðrar um strúktúr og þessháttar í aragrúa af póstlistasendingum og blókfærslum, þá er merkilega lítið af viti að gerast í bókunum hans. Hann átti góða lotu í Transmetropolitan og það er helvíti gaman af NextWave, en ég hef fengið það á tilfinninguna að í öllum tilfellum hafi nöfnin komið fyrst, og síðan sagan í kringum þau. Sem gæti alveg virkað.. en gerir það ekki alltaf.

Það gerir manni hinsvegar ljóst að hann er allavega góður nafnahöfundur. Og það skemmtilegasta við Switchblade Honey voru einmitt nöfnin á geimskipunum. Fyrir utan skipið sem sagan dregur nafn sitt af, auðvitað. Eða öfugt.

Er líka búinn með slatta af Mike Carey-lotunni af Hellblazer. Hann er sko með sína mýtólógíu á hreinu, og þetta yfirnáttúrulega er algerlega hans tebolli (enda er hann vel settur í Lucifer). Hann skrifar meira að segja djöfull svalan Constantine.. en fjandinn, Azzarello var einhvernveginn meira spennandi.

Ég man ég las einhverstaðar í viðtali við Eddie Campbell að hann hefði verið fenginn til að skrifa fjögur fimm blöð af Hellblazer, og að þeir hjá Vertigo hefðu verið lítt hrifnir af því sem hann gaf frá sér vegna þess að það vantaði svona og svona mikið meiri mannvonsku í söguna. Ég fæ þessa tilfinningu í samanburði á Carey og Azzarello. Constantine sjálfur var ekki endilega mikið meiri bastarður, en heimurinn í kringum hann var mun svæsnari.

Núna er ég að lesa JLA: Earth 2 aftur og síðan er það Black Hole.. Og ég veit að ég er að gleyma einhverju góðu dóti, en mig langaði að koma þessu niður áður en ég gref þetta undir öðru.

-b.

ps. Jú, The Warning með Hot Chip er að virka einmitt núna. Ipod fóður og partísnakk, hei-jó. (Beint í bakaríið.)

1 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Ég skil nú ekki alveg afhverju þér finnst erfitt að sjá hvernig Forever passar inn í Powers. Setur allan bálkinn inn í stærra samhengi og svo útskýrir hún líka hvernig Walker missti ofurmennskueiginleika sína, karakterinn verður svo dýpri og betri fyrir vikið.