Takk fyrir Atli. Ég vissi ég gæti treyst á þig.
En já ég er kominn með danskt símanúmer. Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég slökkti á tölvunni í gær og rölti útaf bókasafninu var að banka uppá hjá Sonofon og kaupa startpakka.
Sem var eins gott því þar á eftir fór ég í IKEA, keypti rúmdjöful og setti í heimsendingu, en þegar gaurinn lenti á götunni minni fann hann ekki húsið, og gat þá hringt í númerið sem ég skráði á heimsendingarseðilinn. Allt eftir prótókóli sko.
En númerið er semsagt:
(00 45) 25 61 19 90
Og nú er ég kominn með rúm. Hversu glaður er vor Björn.
-b.
8 ummæli:
Góða nótt.
??
Gunnar jú só kreisí.
Rúm = sofa? Nema náttúrulega rúm sé danskt slangur fyrir leverpastej.
Já þú meinar það.. En maður getur hinsvegar ekki farið að sofa þegar maður hefur tíkur í betri stofunni að gera sig heimankomnar og þær setja ekki á sig fararsnið fyrren um dagmál.
Ha? Tíkur?
-ingi
Já maður.
Svona tíkur sem segja mér hvað ég heiti þegar ég spyr krádið ,,hvað heiti ég?"
Björn!
Kommon...gaurar? Ekki vera svona hvítir. Haltu því ekta Björn og gefðu tíkunum smell frá mér.
Skrifa ummæli