06 mars 2008

Úr Mælingu heimsins

Hann var eitt ár um kyrrt og æfði sig. Hann mældi sérhvern hól í Salzburg, hann kannaði loftþrýstinginn á degi hverjum, hann gerði kort af segulsviðinu, mældi loft, vatn, jörð og lit himinsins. Hann æfði sig í að taka hvert einasta tæki í sundur og setja það saman aftur þar til hann gat gert það blindandi, standandi á öðrum fæti, í rigningu eða í miðri kúahjörð og flugnageri. Heimamenn álitu hann geggjaðan. En hann varð líka að venjast því, það vissi hann. Einu sinni batt hann annan handlegginn aftur fyrir bak í heila viku til þess að venjast erfiðleikum og sársauka. Vegna þess að honum fannst einkennisbúningurinn óþægilegur lét hann gera á sig annan eins sem hann klæddist líka í rúminu á nóttunni. Allur galdurinn fælist í því, sagði hann við frú Schobel sem leigði honum herbergið, að leyfa sjálfum sér ekki að komast upp með neinn moðreyk, og bað um enn eitt glas af grænleitu mysunni sem honum fannst svo ógeðsleg.

Ég er loksins farinn að kíkja í þessa bók, en Ingi Björn mælti með henni síðasta sumar. Eða síðasta haust?

Öðrum stundum hlusta ég á Hringadróttinn. Aragorn, Legolas og Gimli voru að rekast á Gandálf. Sá er sniðugur.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyrðu þetta er merkilegt. Hallur keypti bókina einmitt í Fríhöfninni á leiðinni út. Hann byrjaði reyndar ekki að lesa hana fyrr en á leiðinni heim. En þið getið borði saman bækur ykkar (bók ykkar) já og kannski borði saman við mig líka. Tja svona við tækifæri.

Kv,
Ingi

Björninn sagði...

Það sprengir huga minn. Við verðum að ræða þetta nánar við tækifæri.