29 nóvember 2007

Vitleysingahækur

Ég samdi eina fyrir Helga á msn, og ég get því allteins haldið áfram útí bálk. Sumar eru betri en aðrar, og er það ekki í nokkrum tengslum við gildi einstaklinganna sjálfra, heldur er það til vitnis um leti mína sem hækusmiðs.

Helgi Bárðarson
vex og dafnar í Svíþjóð
einsog stór, svart naut.

Ýmir Sigurðsson
er víst frekar kallaður,
tja, Sigurðarson.

Víðir Örn, M.D.
hvorki læknir né doktor
heldur Mjög Dapur.

Hlynur Bárðarson
hann veit hvað snýr í norður
og hvað alls ekki.

Hr. Már Másson:
Ég heyrðí þér í síma
Þarna um daginn.

Gunnar Guðmundsson
keyrði mjólk uppað dyrum
til mín í vinnu.

Davíð Kjartan Gé.
Darbó ellegar Dýri,
eða Débeinov.

Egill Baldursson
tengir tæki með tengjum
og sem því tengist.

Stefán Guðmundsson
rautt skeggið sprettur, en hægt.
Kippan hún er mín.

Hafsteinn Viktorsson
lyftir lóðum og hampar
lítilli dóttur.

(en)

Bjarki Áskelsson
ætlar að vinna sigur
í Barneign Open.

Víðir fær aðra því hann var að senda mér sms:

Víðir Örn verslar
sér háskerpuflatskjától,
en seinna, seinna.

[Daginn eftir:] Davíð fær líka aðra því hann lagði orð í belg:

Davíð Ká Gestsson
í Kringlunni stendur og
selur biblíur.

-b.

2 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Ég er summa viðurnefna minna.

Björninn sagði...

Já, ég komst ekki lengra en í nöfnin á ykkur Ými. Þið eruð svo spes þannig.

En ég get skellt á þig annarri á nótæm, ef þér finnst þetta ekki nóg:

Davíð Ká Gestsson
í Kringlunni stendur og
selur biblíur.

Hún er nú ágæt þessi, ég held ég bæti henni við.