30 október 2007

Handa Inga

Fleiri þýskar kápur. Núna er það Jón Kalmann:

Snarkið í stjörnunum:


Birtan á fjöllunum:


Ýmislegt um risafurur og tímann:


Sumarið bakvið brekkuna:


Sumarið bakvið brekkuna aftur:


Mér skilst að Skurðir í rigningu séu prentaðir með Sumrinu í brekkunni, og þannig látnir fylgja með. Hvort það á við um báðar útgáfurnar, það veit ég ekki.

En þetta eru samt sveitasögur, eða hvað? Kannske er þetta ekki svo fráleitt, allavega skömminni skárra en Arnaldar-fjallkirkjur og jökulvíðáttur. Hinsvegar eru rauðir akrar og grænar seftjarnir ekki það fyrsta sem mér dettur í hug þegar íslenska náttúru ber á góma..

Hvað segir þú Ingi?

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þessar kápur eru í raun hárréttar fyrir söguheiminn. Ég skil reyndar ekki þessa áráttu að þurfa alltaf að hafa kirkjur á annarri hverri mynd! Og það er rétt að Skurðir í rigningu eru prentaðir með Sumrinu bakvið Brekkuna (Hún heitir ekki Sumarið í brekkunni!).

Varðandi sefjagróðurinn, og skóginn utan á Ýmislegt um risafurur og tímann er það að að segja að sú mynd er alls ekki fráleit. Ástæðan er sú að sögusvið bókarinnar er aðalega Noregur og þar koma skógar talsvert við sögu, en ég minnist ekki báts eða sefjagróðurs.

Rauði akurinn utan á Snarkinu í stjörnunum er hinsvegar fráleitur, því sú bók gerist að mestu leyti í Reykjavík, þótt hluti af sögunni gerist reyndar við Breiðafjörð og þar kemur reyndar fyrir timburhús sem brennur. Ég efast reyndar um að sá sem valdi kápuna hafi verið að vísa í það.

Ég er annars á Bifröst núna. Lagður af stað vestur.

Kveðja,
Ingi

Björninn sagði...

Já einmitt.. kirkjurnar. Þær þykja snotrar til að hafa útí náttúru. Fyndið að Risafurukápan sé nokkurnvegin passleg. Það að fá hæfilega kápumynd í þýskri þýðingu hlýtur að vera einsog að vinna í bingói. Það eru einhver líkindi í gangi, ákveðinn fjöldi af myndum á móti ákveðnum fjölda af titlum. Og svo er bara happaglappa hvernig það raðast niður.