27 ágúst 2007

Nýverið:

 • Bókhlaðan sendi póst: Nei nei þú færð ekki vinnu hér en þúveist, takk samt ókei? bæ.
 • Ein íbúð var farin eitthvað annað og svo var hin farin eitthvað annað og svo beilaði ein stelpa á að leigja íbúðina sína og svo svarar hinn gaurinn ekki þegar ég spyr hann útí íbúðina.
 • En svo er ein íbúð ennþá laus og við ætlum að skoða hana eftir klukkan fimm í dag.
 • Fjölmiðlavaktin sendi póst: Nei nei þú færð ekki vinnu hér en þúveist, takk samt ókei? bæ.
 • Prikið er heimili númer tvö vegna þess að ég er alltaf að vesenast í bænum en á hvergi heima.
 • Einkunnirnar eru komnar heim, í tvíriti, og ég býst við að skólinn hafi fengið þær líka. Þó hef ég enn ekki fengið neitt inná uglu og þá síður inná LÍN-bankareikninginn.
 • Yfirdrátturinn fellur niður um mánaðarmótin, aftur.
 • LÍN vill að ég byrji að borga þeim peninga vegna þess að þeir fengu síðast einkunnayfirlit frá mér á síðasta ári.
 • Ég fór niðrí stúdentamiðlun áðan og sótti strætókort. Frítt í strætó til fyrsta júní fokkjá. Það er nokkuð gott.
 • Ég á víst að eiga stúdentakort þar líka.. spurnari.
 • Um leið sótti ég meðmælabréf í skrifstofu stúdentagarða, þarsem meðal annars segir orðrétt að ég hafi verið ,,óaðfinnanlegur leigjandi" þessi tæpu fjögur ár sem ég leigði hjá þeim. Fokkjá aftur.
 • Ég dett afturúr í sjónvarpsglápi, en spila Baldur's Gate II af innlifun.
 • Fór á Astrópíu með Víði og hafði gaman af. M:TG spurningin meikaði ekki sens, en ókei. ,,Við byrjuðum allavega ekki á bar." Snilld.
 • Það er að segja Magic: The Gathering. Þú getur aldrei tappað skepnur strax eftir að þú lætur þær út, nema þær séu þar til gerðar, en það er Birds of Paradise ekki (eða þú sért með einhverskonar enchantment í gangi sem leyfi þér það, en þá hefði hann væntanlega tekið það fram). Þetta er mjög beisikk regla sem hver spilari veit.. það er hægt að búa til endalausar flækjur þarsem útkoman er vafaatriði, en þetta er ekkert í líkingu við það.
 • Þetta eru spilin sem hann minntist á:
  .
 • Og ég er á Prikinu, að fara að spila Baldur's Gate II.
 • Ég hringdi útí skrifstofu hugvísinda núna rétt í þessu og hún var að fá umslagið inná borð til sín. Þetta er í höfn.

-b.

Engin ummæli: