07 ágúst 2007

Pénsós

Á sirkabát sama tíma fékk ég útborgað fyrir vinnudjobbstarf, endurgreitt frá skattinum og ávísun frá danska húsfélaginu. Ég er ekki nærri kominn úr skuld ennþá - er enn að bíða eftir einkunnunum - en þetta léttir aðeins á manni.

Ef ég ætti að segja tilvonandi skiptinemum eitthvað af viti þá væri það þetta tvennt:

Ekki flytja búferlum á pappírunum, haltu lögheimili á Íslandi ef þú mögulega getur. Það er tómt vesen að færa sig yfir aftur.

Og þetta kostar pening, sama þótt maður sé á lánum og með Erasmus- eða Nordplus- eða hvaðsemer styrk. Eigðu pening. Ég fór út með slatta af pening plús full námslán og ég keypti samasem ekki neitt nema mat og drykk, bækur og metrópassa, en ég var í endalausu veseni síðari önnina.

Jú og ekki fara á rásandi fyllerí með skólatösku eða annað sem verður sárt að týna. Maður er bara að biðja um bömmerinn.

-b.

Engin ummæli: