20 ágúst 2007

Nokkrum símtölum seinna..

Ég fékk póst að utan sem sagði mér að einkunnablöðin færu í póst mánudaginn 13. ágúst. Stuttu seinna var haustönnin mín, sem er skráð sem einn 15 eininga kúrs á uglunni, merkt ,,fjarverandi" á einkunnayfirlitinu. Létt panikk. En ég hringdi áðan í nemendaskrá og hún vissi ekkert um þetta. Sagði að þetta kæmi stundum fyrir. Ég veit nú ekki með það. En hún lofaði því að minnsta kosti að allt það sem ég náði úti fengi ég metið hingað heim, jafnvel þótt ég hafi beilað á einum kúrs.

Ég er reyndar ekki búinn að fá einkunnirnar sendar hingað heim, þannig að skólinn er væntanlega ekki búinn að fá sitt eintak heldur. Bölvaðir Danirnir.

Svo hringdi ég í stúdentagarðana. Það er ekkert mál að útbúa handa mér einhver plögg þess efnis að ég hafi verið öðrum leigjendum til fyrirmyndar þann tíma sem ég var á skrá hjá þeim. Sendu bara tölvupóst, sagði hún. Við reddum þessu. Þær eru liðlegheitin uppmáluð þarna í FS.

(Þá er bara að vona að ég hafi alltaf borgað leiguna á réttum tíma og að það hafi aldrei verið kvartað yfir mér. Ég er nokkuð sjúr á því seinna en ekki eins sjúr með það fyrra. Held það samt. Mm.)

Og eftir það er komið hádegi á Selfossi og ég veit ekki alveg hvað skal gera. Nenni ekki til Reykjavíkur úr þessu. Kannske hinn? Það væri ekki úr vegi að taka smá pásu og lesa bók með tebolla undir nefi. Ég var jú að enda við að vinna þrettán daga törn. Djöfuls hetja er ég. Mér dettur í hug nýr texti við lagið Bjössi á mjólkurbílnum.

Hver selur bensínið svo aðrir geti keyrt burt? -Bjössi á bensínstóli, Bjössi á bensínstóli.

-b.

1 ummæli:

hallurkarl sagði...

hey hey hey all you girls in these industrial towns...
ég er farinn að blogga aftur eftir áratugalangt skeið þagnar. Erðaðekki fínt.