05 desember 2006

Rússíbanalt

Ég fór að sofa klukkan tvö eftir miðnætt í gær. Lá í tvo tíma. Las. Sofnaði einhverntíman eftir klukkan sex. Svaf svo náttúrulega yfir mig; Ýmir hringdi klukkan fimm mínútur yfir níu, ég hafði ætlað að hitta hann á Nordhavn klukkan tíu mínútur yfir.. En það var í góðu. Hitti á þá Magga á sendiferðabílnum og við hlóðum búslóðinni þeirra Ýmis og Kristínar útúr kollegíi á Holte og inní kollegí á Nörrebro. Ég borgaði leiguna, setti í tvær vélar, og núna er ég að sofna. Það er góð tilfinning.

Pakka á morgun. Flug á hádegi fimmtudags. Bá tsjiggi tsjiggi bá tsjiggi báwá.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir hjálpina, aftur. Og góða ferð heim, aftur.

--Ýmir

Björninn sagði...

Það var sjálfsagt, og takk fyrir það. Þú tekur eina ferð í gullna turninum fyrir mig.

..eða er það gyllti turninn? Hann er allavega nógu hár.