05 september 2006

There's a world going on...

Let us drink, then, to the Irish. No finer race of men have ever... peeled a potato.


Sá þessa mynd um daginn og hún er helvíti fín. Er líka að hlusta á Notes From the Underground eftir Dostoyevskí á simba. Náði í hana á librivox.org, sem heldur úti hljóðbókum sem eru í almannaeign. Fín hugmynd, en þeir sem lesa eru mjög mistækir. Sá sem les síðasta kaflann í fyrsta hluta af Notes drekkir t.a.m. húmornum í gersamlega óþolandi leikrænum 'tilþrifum' og ljóðrænum pásum. En það er nóg af gulli í þessari bók, sjáið bara hér:

Consciousness, for instance, is infinitely superior to twice two makes four. Once you have mathematical certainty there is nothing left to do or to understand. There will be nothing left but to bottle up your five senses and plunge into contemplation. While if you stick to consciousness, even though the same result is attained, you can at least flog yourself at times, and that will, at any rate, liven you up. Reactionary as it is, corporal punishment is better than nothing.


Ég hef annars ekki horft á sjónvarp síðan ég kom út. Sakna þess sosum ekkert. En það væri gott að geta náð í sitt eigið efni, svona einsog heima. Hef þegar rennt í gegnum The Wire seríur 1-3 aftur og haft alveg merkilega gaman af.. ég hefði ekki haldið að þessir þættir væru jafn góðir í annað skiptið. Og nú sé ég að næsta þáttaröð byrjar næstu helgi! Helvítans.

Verð bara að fá net í íbúðina. Það er ekkert sem heitir.

Í gær var ég að rölta eftir Larsbjörnsstæde þegar ég heyrði KRASS fyrir aftan mig, leit við og þá hafði blómapottur lent á götunni tæpum meter fyrir aftan mig. Munaði einu skrefi að ég hefði fengið hann í hausinn. Leit upp og þar voru gluggahlerar að skella til og frá. Fólk í grenndinni starði en ég hélt áfram. Einhver kom út, tíndi upp brotin og grey plöntuna.

En ég var á leiðinni í myndasögubúðina Fantasy, þarsem ég keypti fyrsta hefti af Testament (einhver á geoffklock mælti með þessu, minnir mig, svo ég ákvað að tékka á því), DMZ fyrstu bók, og Top 10: Beyond the Farthest Precinct. Það var ekki fyrren ég kom heim að ég sá að sú síðastnefnda er ekki eftir Moore heldur einhvern helvítis vitleysing.. Venjulega hefði ég litið í bókina áður en ég keypti, en Top 10 hefur verið svo stöðugt gott stöff að ég sá nýja bók og greip.

DMZ segir frá einhverskonar blaðamennskunema sem festist á Manhattan eyju í Bandaríkjum sem eiga í borgarastríði. Í vestur eru uppreisnarmennirnir, í austur gömlu góðu Bandaríkin, en Manhattan er einskis manns land. Svaka vesen. Flott bók, en það sem fer í taugarnar á mér eru unglingarnir. Þessi strákur á að fylgja alvöru fréttamanni, en sá er drepinn á fimmtu síðu (eða eitthvað í grenndinni). Hann stendur einn eftir, og hittir (nema hvað) unglingsstelpu, læknanema sem á heima þarna á Manhattan. Hvað er að því að skrifa sögur um fullorðið fólk? Hversvegna þurfa allar uppreisnargjarnar myndasöguhetjur að vera á aldrinum 18-22 ára?

Það sama er reyndar uppi á teningnum í Testament, en það er sett í samhengi við söguna af Abraham og Ísak: Að eldri kynslóðin fórni þeirri yngri fyrir einhvern æðri málstað. Þar má líka finna sympatískar persónur yfir 25 ára aldri, annað en í DMZ.

Ég er kominn mjög stutt inní Top 10 bókina en mér sýnist í fljótu bragði að þar sé einhver skríbent á ferðinni sem hefur gersamlega enga tilfinningu fyrir bókinni, og reynir bara að endurvinna það sem Moore hefur þegar gert við persónurnar. Fari hún í fúlan pytt.

Þetta er annars þokkaleg verslun. Haugur af bókum þarna.. reyndar alveg ofboðslega mikið af rusli, en slatti af góðu stöffi líka. Ég ætlaði aðallega að finna nýja All Star Superman heftið, en það var ekki til.. reyni að sækja það á torrent um leið og ég kemst í net sem samþykkir svoleiðis.

Skóli: Ég eyddi klukkutíma í að leita að skrifstofu enskudeildarinnar, var loks bent á einhverja korktöflu þarsem maður getur séð hver er í hvaða kúrsum. Ég komst í þá kúrsa sem ég vildi. Vúhú. Tveir svoleiðis á þessari önn, hvor um sig 15 ects-ur. 'From Mysticism to Postmodernism' og 'Images of Photography in Literature'. Fyrsti tíminn núna á föstudaginn. Spennó.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég kalla þig heppinn að hafa ekki fengið blómapottinn í hausinn. Hvílík tilviljun!

Björninn sagði...

Já ég var ansi heppinn.. Þetta er það sem maður má búast við í stórborgunum, býst ég við.