24 september 2006

Skrifstofugrín o.s.frv.

Helvíti fín grein um The Office í öllum sínum útgáfum.. Ég vissi af franska þættinum (og þeim bandaríska auðvitað) en ekki þeim þýska. Gaman að velta fyrir sér hvað hver versjón segir um heimalandið.

Watching all four versions back-to-back is not only a strangely unmooring experience—like seeing the film Groundhog Day over and over—it's a crash course in national identity. And if any conjecture could be made about the cultural differences that these subtly contrasting programs reveal, it might be this one: These days, Germans and Americans are doing much of their living in and around their offices, while the Brits and French continue to live outside of them. Here, in broad strokes, are the chief differences. In the British version, nobody is working, nobody has a happy relationship, everyone looks terrible, and everybody is depressed. In the French version, nobody is working but even the idiots look good, and everybody seems possessed of an intriguing private life. In the German version, actual work is visibly being done, most of the staff is coupled up, and the workers never stop eating and drinking—treating the office like a kitchen with desks. Stromberg continually calls his staff "Kinder," or "children," further blurring the line between Kinder, Computer, and Küche.

Og það að Rússarnir skuli kalla vinnualkahólisma það ,,að vinna einsog kani" er bara brilljant.

Í öðrum Slate-greinum er t.a.m. þessi hér: Zach Braff: Why is this guy the voice of my generation? Hún gæti allteins heitið Zach Braff er fúskari og vitleysingur sem hefur eyðilagt form kvikmyndarinnar fyrir mér. Eitthvað svoleiðis.

Hér er annars sól og blíða ennþá. Það var víst svaka partí hérna á efstu hæðinni í nótt, en það er allt svo vel einangrað hérna, ég sat við tölvuna lengi frameftir og heyrði ekki múkk. Ekki það, mig langaði allsekki í neitt djamm.. það bara hefði verið gaman að vita af því.

Kláraði The Sheild, fyrstu þáttaröð, í gær og ætla bara að mæla með þessu við alla sem vilja heyra. Þetta er einsog and-The Wire eða Homicide.. Ofurlöggur á old-timey lögreglustöð í LA, djobbið sjálft er lítið mál en mesti hasarinn er í spillingunni og öðrum hjáverkum. Og hetjan stendur öllum á sporði þegar yfir lýkur. En þetta er einhvernvegin sóðalegasti sjónvarpsþáttur sem ég hef lengi séð. Það sljákkar dálítið í honum eftir fyrsta þáttinn, en það hefði líka verið erfitt að fylgja honum eftir.. Ég vil eiginlega ekki taka nein dæmi úr söguþræðinum af ótta við að spilla honum.

Opnunartitlarnir í byrjun fyrsta þáttarins setja samt tóninn fyrir það sem kemur í kjölfarið. ,,The Shield" stendur með hvítum stöfum á svörtum grunni, og stafirnir titra einsog við séum að horfa á alvöru stafi á pappír, tekið á handheld-myndavél. Restin af titlunum; leikarar, pródúsentar og leikstjóri, koma fyrir á sama máta, hvítur texti á svörtum spjöldum sem eru klippt inní atburðarás opnunarsenunnar - sem er oftar en ekki frekar hektísk.

Aðalatriðið sýnist mér vera að það er aldrei beðið eftir einhverri pásu í atburðarásinni til að skella inn næsta titilspjaldi. Í fyrsta þættinum fylgja klippurnar taktinum í graðhestamússíkinni sem hljómar undir, og næstu þættir feta í sömu fótspor. Þannig myndast ákveðinn rythmi sem ákvarðast ekki af atburðarásinni heldur einhverju utanaðkomandi - tónlistinni, kreditlistanum.

Þetta endurpseglast í auglýsingahléunum, en þau virðast alltaf koma einsog skrattinn úr sauðaleggnum. Aksjónið er á góðu róli og þá verður allt svart alltíeinu. Það mætti kannske færa rök fyrir því að þættirnir séu byggðir upp á hefðbundinn bandarískan máta, þarsem þú miðar þáttaskiptinguna eftir auglýsingahléunum, en manni dytti það ekki í hug af því að horfa á þá. Hafi maður eitthvað horft á sjónvarp að ráði þá þekkir maður augnablikin sem leiða mann inní hléið: Það er annaðhvort smávegis andvarp eftir að eitthvað mikilvægt hefur gerst, eða cliffhanger þarsem við dokum við í smá stund og það er deginum ljósara að eitthvað mikilvægt er að fara að gerast. The Shield kemur ekki nálægt svoleiðis húmbúkki.

Það að þátturinn skuli vera settur fram á þennan þátt býr til ákveðna stemmingu sem segir manni að hérna sé ekkert verið að spá í einhverjum tittlingaskít einsog opnunartitlum eða auglýsingahléum, eða hvort maður sjái yfirhöfuð alltaf hvað er að gerast - myndavélaraugað hendist mikið um, súmmar stundum villt og galið og kemur sér fyrir á óþægilegum stöðum. Aðalatriðið er sagan sem við erum að segja, við nennum ekki að búa til eitthvað stórmál úr þessu þannig að hérna er draslið, og ef þú meikar það ekki þá geturðu bara farið í rassgat.

Sem er helvíti skemmtileg blekking. Auðvitað er legið yfir þessu öllusaman, rétt einsog í öðrum sjónvarpsþáttum, en þarna tekur form þáttarins á sig jafn ruddalega og gritty mynd og umfjöllunarefnið, og það svínvirkar.

Það eina sem brýtur á þessu eru örfáar endurlits-senur sem virka engan veginn í þessu samhengi. Flestar eru til að útskýra hlutina fyrir fólki sem hefur ekki verið að fylgjast með, en í a.m.k. einu tilfelli fáum við flashback til að útskýra afhverju hetjunni líður svona einkennilega þá stundina, en það eru einfaldlega léleg skrif. Enn vil ég ekki taka dæmið nánar því það eyðileggur fyrsta þáttinn.

...

Ég var líka að sækja Oz, fyrstu þáttaröð. Er kominn í gegnum fjóra þætti og er ekkert sérstaklega hrifinn.. Voða svipuð tilfinning fyrir þessu og þegar ég sá tvo þætti á stöð tvö einhverntíman í den. En maður heldur áfram.. þetta gæti enn skánað.

Ú og svo keypti ég mér svona rauðan bolta í gær. Loksins eru rauðir boltar orðnir hipp og kúl.

-b.

Engin ummæli: