20 september 2006

Lesefni dagsins | Tausekkur

In the literature of the Kabbalah the unity of God in His Sefirot and the appearance of plurality within the One are expressed through a great number of images which continually recur. They are compared to a candle flickering in the midst of ten mirrors set one within the other, each of a different color. The light is reflected differently in each, although it is the same single light. The daring image of the Sefirot as garments is extremely common. According to the Midrash (Pesikta de-Rav Kahana), at the creation of the world God clothed Himself in ten garments, and these are identified in the Kabbalah with the Sefirot, although in the latter text no distinction is made between the garment and the body -- "it is like the garment of the grasshopper whose clothing is part of itself," an image taken from the Midrash Genesis Rabbah. The garments enable man to look at the light, which without them would be blinding. By first growing used to looking at one garment man can look progressively further to the next and the next, and in this way the Sefirot serve as rungs on the ladder of ascent toward the perception of God (Asher b. David, Perush Shem ha-Meforash).

...þetta er það sem ég á að vera að lesa fyrir föstudaginn. Og þetta er alls ekki týpískur kafli, heldur eitthvað sem mér fannst athyglisvert alltíeinu. En þetta eru útlistanir á kenningum svokallaðra 'kabbalista', sem rífast fram og aftur um það hvernig skal skilgreina svona lagað. Hvernig má greina útgeislunina frá útgeislaranum (eða hinum útgeislandi)? Ef útgeislunin er verkfæri, er hún þá um leið kjarni? Vessel / essence. Og svo framvegis.

En kannske er það ekki þessar meiningar allar sem skipta máli heldur hvernig þeir reyna að setja fram kenningarnar. Þetta eru myndlíkingar á myndlíkingar ofan. Kerti innanum spegla eða kerti sem tendra hvert annað eða útgeislun sólarinnar eða vatn úr djúpum brunni eða.. erm.. tíu nýjar flíkur. Alveg stappað. Og þetta nær lengra innað tungunni. Ef eitt orð er dregið af öðru má maður vera viss um að hvað sem orðin tákna sé líka náskylt.

Þetta getur verið mjög rökrétt, en ég ímynda mér að þetta gæti líka verið villandi.. Ég hika við að taka einhver hálfdrættings-dæmi á íslensku, og ég þekki hebresku ekki neitt.

En þetta sýnir bara hversu mikið er lagt í merkingu orðanna. Orðið sem uppspretta heimsins, uppspretta merkingar. Bæði í því hvernig skilja má orðið sjálft, og hvernig þessi sami skilningur er útfærður - í orðum.

Reyndar athugavert líka að þessi gaur skuli tala um ,,images" en ekki ,,metaphores", þarsem ,,mynd" er allt annað en konstrúkt orða.

...

Í óskyldum fréttum setti ég í þvottavél um daginn (einsog ég minntist á hér neðar). Þartil hafði ég safnað óhreinu taui í bláan IKEA poka sem ég notaði á sínum tíma til að bera heim potta og pönnur og þesskonar frá Gentofte og hingað heim. Mér fannst þetta nokkuð góð lausn hjá mér: Hann tekur ekkert pláss samanbrotinn en tekur mikið og er með nokkuð góðum höldum. En það höfðu greinilega fleiri en ég séð ljósið í þessum sekk. Hvorki fleiri né færri en þrír aðrir, sem voru þarna á sama tíma og ég, báru þvottinn sinn um í svona sekk.

Kannske ekkert mjög klassí, en það svínvirkar.

-b.

Engin ummæli: