Það er 'penthouseparty' í blokkinni í kvöld. Ég hitti þau sem ég held að standi fyrir þessu í fyrradag og þau voru mjög almennileg. Alltsaman danir.
Svo er ég búinn að hitta sambýlingana mína. Tommy er norskur sálfræðinemi, tíu árum eldri en ég. Kærastan hans býr þarna hjá honum um sinn. Í næsta herbergi er.. einhver stelpa sem ég man ekki hvað heitir. Hún er sænsk og talar ekki ensku en virðist mjög almennileg. Kærastinn hennar býr hjá henni, hann talar ensku en segist ekki vera fyrir skóla. Næs gaur. Beatrice minnir mig að sá þriðji heiti. Hún kom í gær með fullt af drasli, eldhúsborð og ég veit ekki hvað og hvað. Það var allt kreisí.
Allt þetta fólk er með miklu miklu meira drasl en ég og rembist við að raða því í alltof fáar hillur. Þarsem ég mætti fyrstur var ég búinn að raða hnífapörunum mínum (3 skeiðar, 3 gafflar, 1 hnífur, 1 stór hnífur og einn spaði) í hnífaparaskúffuna og þá vill enginn nota hana með mér. Leirtauið mitt (einn diskur, ein skál og tvö glös) fá líka sína eigin hillu, alveg útaf fyrir sig.
Það sama er uppá teningnum þegar litið er inní herbergin, en þetta lið hefur orkað að búa til kósí íbúðir á núll einni á meðan einu mubblurnar sem ég hef eru tvær ferðatöskur og kassi af Tuborg. Ég minni sjálfan mig á Ríkharð, sem ég leigði með þarna um árið. Hann var með rúm, lampa og nokkra pappakassa, og endalausar birgðir (af því er virtist) af Dominos pítsum.
Ég vildi að ég ætti endalausar birgðir af pítsum.
Keypti skinku og ost en hvorutveggja er ógeðslegra á bragðið en ég hélt að væri mögulegt fyrir skinku og ost. Spægipylsan stendur fyrir sínu, og úrvalið af pylsum er fáránlegt. Elda pakkapasta þarsem ég hef ekki nennt að draga heim allskonar til eldunar. Þetta kemur.
Og nú vona ég að skráningin sem ég sendi á allra síðustu stundu til enskudeildarinnar á netinu þann tíunda ágúst hafi tekist, því þar eru einu kúrsarnir sem mig langar að taka. Bókstaflega ekkert af viti að gerast í hinum greinunum, en ef ég fæ inn í þessa tvo þá er ég vel settur um sinn.
Rosa þægilegt að vera svona nálægt stórmarkaðnum. Maður labbar til að kaupa í matinn og það kostar ekki svo mikið. Ég reyndar veit ekki hvort þessi verslun er neitt sérlega ódýr, en mér sýnist þetta vera í lagi. Heildsölufílíngur í mörgu þarna, svipað og maður fær í Bónus.
Á mörgum stöðum raða þeir vörum upp á veggina í tíu metra hæð, liggur við. Sýna, ekki selja. Fyndið.
Og nú sé ég að ég verð að líta við á Larsbjørns Stræde. Best að drífa í því, ei?
-b.
5 ummæli:
Man ekki hvað skinkan heitir, en eini almennilegi osturinn sem ég hef smakkað þarna úti er Cheesy 13%. Hann er í svona glærum pakka með bleikrauðum miða. Barnaosturinn Store Bror er víst fínn líka. Ekki láta platast af ostum eins og Lille Lisa. Það er ekki barnaostur, og varla fyrir fullorðna heldur.
-Ýmir
Ég lét einusinni blekkjast af teiknimynd sem hét Lille Lisa. Hún var heldur ekki fyrir börn.
En ég verð að tékka á þessum osti. Keypti annan í millitíðinni og hann er ókei, en varla eitthvað sem mig langar að setja oná brauð svona hinsegin.
Hvernig var í þakhýsispartíinu?
-ingi
Það var helvíti fínt bara. Ég fór reyndar tiltölulega snemma að sofa en það sem ég sat var ánægjulegt.
Hvernig var danski hip-hop textinn;
Jeg har cola on the rocks,
Jeg har lejet moviebox
Alltaf hip og kúl, danirnir.
(Hljómsveitin heitir Hustlers.)
Skrifa ummæli