17 september 2006

Cocio er hamingjuþykkni

  • The Wire byrjar rólega einsog vant er. Mér fannst þessi fyrsti þáttur kannske dreifast heldur mikið.. nú erum við að fylgjast með öllu liðinu ennþá, og nokkrum nýjum piltum, en þræðirnir tengjast ekki nema að mjög litlu leyti. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig þetta fléttast saman.
  • The Shield er einhver bilun. Fáum okkur aðeins veikari lögguþátt. Ég veit ekki ennþá hvort ég fílann en ég ætla svo sannarlega að horfa á meira. Ansi stórt stökk frá The Commish, svo mikið er víst..
  • Tónleikarnir með Hot Chip voru brilljant. Kærar þakkir til Ýmis fyrir að vekja mig þarna um daginn og bjóðast til að kaupa miða fyrir mig. Ég skemmti mér konunglega og keypti mér bol til að sanna það. Tók líka mynd:

  • Um daginn tók ég aðra mynd þegar ég var á leiðinni yfir götuna með bjórkassa og lagði hann frá mér til að hvíla hendurnar. Sko:



    Sólin skein og ég var að kaupa kjúkling í matinn. Bjó til fahítur. Rosa góðar líka.
  • Danir ganga oft hlið við hlið á gangstéttum og svoleiðis, og eru ekkert að víkja þegar aðrir koma á móti þeim. Mér finnst það dálítið asnalegt.
  • Í gær spiluðum við slatta af póker og fótbolta á þartilgerðu borði með plastköllum og handföngum. Þeir eru fáránlega góðir í þessu Danirnir. Gaurarnir sem ég spilaði við í gær voru líka talsvert góðir, en ég vann einn og einn leik. Sem var gaman.
  • Ég keypti mér inniskó um daginn. Allt annað líf.
  • Ég er með eina mynd í viðbót, hún er af skilti utaná hárgreiðslustofu (held ég alveg örugglega) sem er á hliðargötu af Strikinu. Ég man eftir næstum nákvæmlega eins mynd í auglýsingu fyrir Landsbankann utaná bakaríinu niðrá Grensás.



    Eitthvað svoleiðis allavega.. Man einhver annar eftir þessu?
  • Extras er ennþá mjög mjög fyndið dót. Fyrsti þáttur annarar seríu var sýndur um daginn og svínvirkar. Skil samt ekkert í dósahlátrinum í brotinu sem ég benti á á vitleysingum..
  • Studio 60 on the Sunset Strip gæti verið skemmtilegt. Fyrsti þátturinn er fínn. Man ekki hvort ég minntist á þetta á sínum tíma en ég las handritið að honum eftir að Ellis benti á það. Fannst það sniðugt. Þátturinn fínn. Jibb.
  • Mig langar að sjá Idoicracy. Hell jess.
  • Top 10: Beyond the Farthest Precinct. Ég minntist á hana hérna um daginn. Hún er hræðileg. Algert algert rusl. Það sem hún gerir er í rauninni bara að hún sýnir manni hversu góður Moore er. Það er bara svo auðvelt að taka þessar hugmyndir og keyra þær niður í svaðið. Það sem þessi aukvisi gerir reyndar of mikið af er að taka eitthvað sem Moore hefur sett fram í sínum Top 10 bókum og búa til úr því stutta frasa og neyðarlega auma brandara, í stað þess að byggja á því sem þegar er til staðar. Rusl.
  • Ég fór aftur í þessa búð, Fantasia, og keypti nýjasta heftið af Powers. Var ekki alveg að grípa mig, en slappur Powers er samt mun betri en ó svo margt annað.
  • Talandi um Bendis, mér sýndist Brubaker vera kominn í Daredevil. Spennó.
  • Allur maturinn minn er búinn. Hvað get ég gert?


-b.

3 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Djöfull man ég eftir þessu skilti. Nákvæmlega eins.

Björninn sagði...

Takk fyrir! Vá djöfull er ég feginn að ég er ekki sá eini sem kannast við þetta.
Var þetta ekki Landsbankinn? Ég held það hafi verið auglýsing fyrir einhvern unglingaklúbb..

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Cocio? Hljómar gei.
Jú ég held að þetta hafi verið einn af þessum unglingaklubbum hjá Landsbankanum sem þetta lógó var notað í...held ég.