19 september 2006

Best í heimi

Það var lagið! The Wire sparkar í bykkjuna. Fokkjess.

- So what did you say to him?

- I said ,,Mr. Mayor, that's a good strong dick you've got there and I see you know how to use it".. I didn't say shit!


Ég hálfskammast mín einhvernvegin fyrir að vera að skrifa eitthvað inn hérna án þess að hafa nokkuð að segja.. En svona er þetta bara þessa dagana. Helst hef ég áhyggjur af því að ég eigi ekki nóg af mjólk til að endast mér framá morgun. Og það eru náttúrulega engar áhyggjur.

Hvað blókar gaur sem er sáttur við tilveruna? Andskotann ekki neitt.

Eða ég gæti sosum sagt ykkur hvernig fahítur ég bjó til um daginn. Ég held það kallist fahítur.. Allavega svona vefjur. Tók vefjuna sko, smellti sýrðum rjóma og guacamole í miðjuna, maísbaunir þar oná, niðurskornar steiktar kjúklingabringur, eldheita taco sósu þar ofaná, rauðlauk, papriku og gúrkubita. Vafði og át. Það er líka eitthvað sem ég ætla að kalla best í heimi, og samloka þannig þessum hamingjuskrifum.

-b.

3 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Ohh! Hvað er málið? Það eru allir að farast úr hamingju núna.
...á meðan sit ég í sturtubotninum og sötra romm kjökrandi.

Nafnlaus sagði...

Þú ættir að elta hamingjuna uppi, Davíð. Hún er hér í Köben, þar sem allt er frábært (og bjórinn ódýr, ef þú skildir hafa gleymt því).

-Ýmir

Björninn sagði...

Eða þú getur reynt að lífga uppá hversdaginn hjá þér á einhvern látlausan og einfaldan, en um leið merkingarbæran hátt.

Tildæmis með því að sötra rommið í gegnum kreisí rör, kjökrandi. Hér er eitt með Bubba, sem byggir.