25 apríl 2006

Staður og stund

Tourist lady: Does this train go to 9/11?
Man: what?
Tourist lady: I want to see 9/11.
Man: You mean World Trade Center?
Tourist lady: No, I mean 9/11.
Other tourist lady: Oh no, you want the E train. I had this problem yesterday. New Yorkers are so unhelpful.

Stunned silence all the way to 42nd St.

--Downtown C train, 50th St.

Þetta er reyndar frekar merkilegt. Það er ekki bara þessi eina kerling sem gerir þessi mistök heldur virðast aðrir túristar halda í sama streng. Þetta móniker næneleven virðist hafa komið til sögunnar til þess að smækka árásina niður í eitthvað abstrakt og létt í munni, en hefur orðið að einhverskonar stimpli fyrir allt það sem viðkemur þessum atburði og jafnvel eftirköstunum.
Nú fann ég tildæmis dálítið dúbíus orðabókarfærslu á wikipediu þarsem hugtakið er útskýrt svona:
Noun

9/11 (uncountable)

1. The terrorist events of 11th September, 2001.
2. A disturbing event which awakens one or ones to the dangers of the world. It was her 9/11.

Það myndi engum detta það í hug að taka íslensku vísunina og nota hana í þessum tilgangi en kanarnir eiga létt með þetta í sinni skammstöfunarorgíu þarna fyrir vestan. ,,Næneleven" er fjögurra atkvæða orð á meðan ,,ellefti september" er í sex atkvæðum og heilum tveimur orðum.. auk þess sem ,,næneleven" er strangt til tekið ekki dagsetning lengur heldur hljóðun á skammstöfun dagsetningar. Þá hefur nafn á dagsetningu færst yfir á atburð og þaðan yfir á tiltekna mannlega upplifun eða tilfinningu.

En í þessu dæmi sem ég setti upp áðan hefur nafn á dagsetningu færst yfir á tiltekinn atburð og þaðan yfir á staðsetningu. Þetta er í meginatriðum einsog að kalla nýja Háskólatorgið ,,Sexfjórir" eða að segja fólki að mæta í kvöldverð heim til mín á Eggertsgötu september tvöþúsundogfimm.

-b.

1 ummæli:

Björninn sagði...

Þú getur sko sagt það aftur!