29 apríl 2006

Mæspeis eign (skelli þessu hingað líka)

Ég veit ekki hversu margir af þeim sem eru ,,notendur" á myspace.com hafa lesið notkunarskilmálana.. ég gerði það fyrst núna áðan, en hérna eru nokkrir punktar úr öllum þessum texta:
 • ,,Notandi" að síðunni er hver sá sem skoðar hana; ekki bara þeir sem eru skráðir member-ar. Um leið og þú opnar vefsíðuna skaltu gjöra svo vel og fara eftir því sem sett er fram í skilmálunum:
  By using the Services, you agree to be bound by this Agreement, whether
  you are a "Visitor" (which means that you simply browse the Website) or
  you are a "Member" (which means that you have registered with
  Myspace.com). The term "User" refers to a Visitor or a Member.

 • Prófíllinn þinn má ekki innihalda símanúmer, heimilisföng, ættarnöfn o.s.frv. o.s.frv. eða neitt sem gæti á annan hátt talist hneykslanlegt (sem er ansi víður rammi):
  Your MySpace.com profile may not include the following items: telephone
  numbers, street addresses, last names, and any photographs containing
  nudity, or obscene, lewd, excessively violent, harassing, sexually
  explicit or otherwise objectionable subject matter.

Þetta er nú kannske það merkilegasta:
 • Með því að færa hvað sem er upp á síðuna veitirðu myspace.com leyfi til að nota það á hvaða hátt sem stjórnendum / eigendum síðunnar (News Corp, undir stjórn Rupert Murdoch) dettur í hug. Sem þýðir að þeir mega birta efnið, breyta eða aðlaga það, þýða, flytja eða sýna opinberlega, geyma, fjölfalda, útsenda og dreifa því ef þeim sýnist svo. Án þess að borga þér, ,,notandanum" krónu fyrir. Sjá:
  By displaying or publishing ("posting") any Content, messages, text,
  files, images, photos, video, sounds, profiles, works of authorship, or
  any other materials (collectively, "Content") on or through the
  Services, you hereby grant to MySpace.com, a non-exclusive, fully-paid
  and royalty-free, worldwide license (with the right to sublicense
  through unlimited levels of sublicensees) to use, copy, modify, adapt,
  translate, publicly perform, publicly display, store, reproduce,
  transmit, and distribute such Content on and through the Services.

 • Þarna er reyndar tekið fram að þetta leyfi þeirra rennur út um leið og þú fjarlægir efnið af myspace.com:
  This license will terminate at the time you remove such Content from
  the Services.

 • ..EN einsog áður sagði hafa þeir leyfi til að geyma afrit af draslinu á myspace netþjónunum, og áskilja sér rétt til að meðhöndla þessi afrit einsog allt annað efni á myspace.com:
  Notwithstanding the foregoing, a back-up or residual copy
  of the Content posted by you may remain on the MySpace.com servers
  after you have removed the Content from the Services, and MySpace.com
  retains the rights to those copies.

Digg.com benti á þessa grein sem ræðir um þessi atriði.. Einn af pésunum á digg hefur þetta um málið að segja:
I'm with all the sane people on this...that is, the ones that realize
that this is a fairly standard claim in the TOS of a content provider.
It does cleary state that "This license will terminate at the time you
remove such Content from the Services." The clause concerning
"extention through backups" is cleary to avoid any liabilities relating
to the period where you cease to have such material on their site, but
before they are fully aware of it.

..sem er náttúrulega voða sóber og leiðinleg sýn á málið. Hvaða máli skiptir það hvers vegna þessir tappar setja svona skilmála á síðuna? Mér finnst bara ekkert skárra að hugsa til þess að þeir eigni sér draslið mitt.

Ekki það að ég sé neitt sérstaklega smeykur sjálfur; myspace síðan mín er næstum því tóm af efni sem mér er sléttsama um.. en málið er að það er svo rosalega mikið af fólki á myspace sem er þarna gagngert til þess að kynna hugverk sín og listir, sérstaklega mússík og myndlist. Hvernig ætli því lítist á þetta?

Já eða bara ykkur þarna mæspeisurum yfirhöfuð.

-b.

2 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Ég tók einmitt eftir þessu um daginn og henti út öllum mínum myndum samstundis og setti upp viðvörun.
Þetta er ansi skuggalegt, sérstaklega þar sem myspace var upphaflega hugsað sem kynningarapparat fyrir lítið þekkta tónlistarmenn.

Björninn sagði...

Einmitt.. og hefur virkað vel sem slíkt fyrir einhverja. Arctic Monkeys minnir mig að hafi komist á kortið í gegnum gegndarlaust prómó á myspace. En maður gat nú látið sér detta eitthvað svona í hug; Murdoch færi ekki að fjárfesta í þessu nema hann sæi fram á einhverskonar gróða.