29 apríl 2006

Dan Brown: Fólskulegur árásarmaður

Þetta finnst mér alveg frábært.

Þið getið skoðað bókina Rejecting the Da Vinci Code: How a Blasphemous Novel Brutally Attacks Our Lord and the Catholic Church, sem kom út seint á síðasta ári, á amazon.com. Af fyrstu blaðsíðunum að dæma er þetta nákvæmlega það sem maður skyldi ætla af svona titli; kristnir bandaríkjamenn að láta einsog smábörn yfir einhverju sem skiptir nákvæmlega engu máli fyrir neinn nema þá sjálfa og mömmur þeirra..

Hinsvegar sýnist mér annar gauranna sem var fenginn til að lofa þessa bók á baksíðu hennar vera almennilega kreisí. Sjáið hér:



..það var þá kaþólska kirkjan sem var allan tímann skotmark númer eitt hjá þessum bölvuðu kommum! Hvern hefði grunað?
Ekki mig.

Hinn presturinn sem skrifar sitt smotterí á sömu síðu virkar ekki nærri því jafn galinn, þannig að ég læt hann eiga sig.

-b.

Engin ummæli: