25 apríl 2006

Þriðjudagslisti

 • Þráðlausa netið hérna niðrá bókhlöðu er að gera mig gráhærðan.
 • Ég er búinn að sitja hérna í lengri tíma og hefur ekkert orðið úr verki.
 • Ýmir benti mér hinsvegar á rokkstjörnuleikinn sem virðist vera kominn í gang aftur.. Ég skráði mig inn og trylli nú lýðinn suður í Skotlandi undir nafninu Pink T-Shirt Princess með sóðalegum metalslögurum á borð við ,,I Remember Parasites".
 • Feets don't fail me now.
 • Ég missti af símtali fyrir rúmum þremur tímum síðan og veit ekki hvort það tekur því að hringja í viðkomandi tilbaka.
 • They sold us garbanzos a handful per ticket a ticket cost a nickel and the speeches were free..
 • Í gær sat ég við hliðina á stelpu sem sagði ,,hvaða hvaða" einsog hún hefði æft framburðinn í allan vetur af fornum rúnum á hlöðuvegg norður í Hrísey.
 • ..og mér verður ennþá ekkert úr verki.
 • Og mér dettur í hug að þetta sé munurinn á þessum tveimur vinnuumhverfum sem ég svissa á milli þessa dagana: Annarsvegar að hlakka til mánaðarmóta og hinsvegar að kvíða þeirra. Eða einn af þeim allavega.
 • Höfuð mitt er fullt af poppkúltúr. Þætti mér betra ef svo væri ekki?
 • Ég skil ekki hvað fólk sér við neinn bar niðrí Reykjavík.
 • Fokking gráhærðan. Ég er að segja ykkur það..

-b.

Engin ummæli: