17 apríl 2006

Last exit to Iceland

Sídasti dagurinn rann upp einsog dettifoss og skall á hofdi mér einsog sjodandi gufa af katlinum sem ég aetla ad nota til ad hita mér indaelis bolla af tei um leid og ég kem heim á Eggertsgotuna. Myndlíkingar mínar eru einsog sorprennur hugmynda, tharsem hugsanir eru reirdar í plast og sleppt nidrí klóakid.

Ég gerist skáldlegur á kvedjustundum.

Annars verd ég vissulega feginn ad geta loks komist á netid án thess ad thurfa ad borga 1 evru*, og heyra sama djinglid aftur og aftur í somu leikjakossunum hérna fyrir aftan mig.. Durududduduuuuuu dudu!! El Dorado! og Daaa da daaaa da daaa.. AE thid thyrftud ad vera thar. Nema bara ekki.

Kaldhaedni: Thad er thrádlaust net á hótelinu sem ég er á en ég tók tolvuna ekki med mér. Jaeja ég er reyndar hálffeginn ad ég gerdi thad ekki, sosum ágaett ad fá smá frí frá thví líka (thó ég hafi sent tvo fjolpósta fyrir bókmenntafraedinema á thessum tveimur vikum). En núna undir endann hefdi verid gott ad hafa hana til ad hamra nidur einhverjum punktum fyrir erindid margumraedda. Hugsa betur á lyklabord en oná pappír eda útí bláinn. Cognitus Bloggus.

Ég var bitinn af einhverju skordkvikindi í gaer. Finn fyrir thví á haegri olnboganum.

Keypti mér eitt myndasogublad um daginn. Fann ,,bokabud" sem seldi adallega frímerki og póstkort, en líka einstaka thýdda reyfara (El conspiración eftir Dan Brown virdist vinsael thessa dagana), nokkur Magic spil og tvo myndasogublod. Keypti Daredevil á spaensku en thó í lit. Bendis og svo einhver annar. Bendis sagan heitir The Golden Age, fyrsti hluti af eitthvad morgum hlutum, og gerist í svarthvítu, gamaldags dagblada-punktalit og loks í Maleev fonki. (Er thad ekki hann sem litar annars?)

Í gaer sat ég inni í felum frá sólinni og hjúkradi brunnum handleggjum og herdum. Horfdi á eitthvad af Indiana Jones marathoni sem var á sky movies, og svo um kvoldid var Eternal Sunshine of the Spotless Mind sem var alveg jafn gód í seinna skiptid. Hefur langad til ad tékka á henni aftur svo thetta var alveg kjorid. Nemahvad allt í kringum mig var fólk ad tala um hvad thetta vaeri leidinleg mynd og hvernig ég nennti ad sitja tharna og horfa á thessa omurlegu mynd.

Svona vill thetta vera.

Klukkan er hálftvo. Ég á eftir ad kaupa toll og pakka og láta mér sídan leidast thartil vid fljúgum í fyrramálid. Svo lofadi ég ad kíkja í vatnid ádur en ég faeri og thad er eins gott ég standi vid thad.

¡b.

*..og mér thykir merkilegt ad thad skuli ekki vera evrutákn á thessu lyklabordi. Thad er á mínu heima, og ekki tharf ég ad skrifa thad oftar en kannske einusinni tvisvar á hverja tolvu sem ég eignast.

Engin ummæli: