17 janúar 2010

,,TO TEDY"

Einn af fastagestum safnsins fer dálítið í taugarnar á mér. Hann er uppskrúfaður froðusnakkur, dóni og vitleysingur. Hann var að ljósrita eitthvað hér í dag og gleymdi blaði í vélinni. Blaðið er ljósrit af ljóðrænni kveðju sem skrifuð er á rúðustrikað blað.

Ég held að ef ég birti efnið þá brjóti gegn trúnaði sem við eigum að halda við safngesti. Hugsanlega líka ef ég segi hvað hann heitir? En smáatriðin skipta ekki svo miklu máli, hitt er að þessar línur eru væmnasta klisjuslumma sem ég hef lesið síðan allavega fyrir jól. Svo tilgerðarlegt að maður tæki ekki einusinni viljann fyrir verkið, væri þessu beint til manns.

Þetta hefur óneitanlega áhrif á það hvernig maður upplifir þennan einstakling. En svonalagað er náttúrulega síst til bóta.

...

Við spiluðum D&D í gær til að ganga 5. Svo keyrðum við Víðir heim á svona 40-50 yfir heiðina, það snjóaði og snjóaði. Ég fékk svona fimm tíma svefn og mætti svo í vinnuna, og ég fúnkera ekki eins vel og venjulega. En það er lamb í kvöldmat og ég tek mér frí á morgun..

Er nokkuð vit í því að fara að segja fréttir, ég veit ekki hvar ég ætti að byrja. Jafnvel þótt ekkert gerist. Við festum upp myndir síðustu helgi. Svo færðum við skáp. Mér þykir tilhugsunin góð, að eiga heima á sama staðnum í meira en ár. Kettirnir stækka, vinnan gæti stækkað líka á næstunni. Ritgerðin alltaf á byrjunarreit eða þarumbil.

Eitthvað kvef í gangi núna, í fyrsta sinn síðan í sumar, held ég.. kannske fyrr.

Hálftími í lokun.

-b.

Engin ummæli: