16 mars 2009

You're my number one guyÉg fattaði ekki að þessi lína væri tilvitnun í Batman hans Burtons fyrren ég sá gaurinn syngja hana í Jóker-búningi. Þetta þurfti til. Annars er það varla nema von, línan stendur ein og sér bæði í laginu og í myndinni.. það er einmitt það sem er svo flott við þá senu: Nicholson er einn með sínum helsta aðstoðarmanni, og apar þessa línu eftir Palance, sem sagði hana við Nicholson þegar þeir voru tveir einir. Þannig að enginn fattar brandarann nema Nicholson, ekki einusinni þessi eini gaur sem fær að sjá eftirhermuna. Jókerinn hans Nicholsons fær alveg nokkur prik fyrir þetta, hann er með furðulegan húmor og hefur líklega mest gaman af honum sjálfur.Svo er lagið líka gott. Þetta eru flottir strákar.

-b.

Engin ummæli: