28 mars 2009

Á blaðið skaltu skrifa

Þetta twitter dæmi er náttúrulega bara rúnk.

Hugsaði ég, áður en ég skrifaði það niður. Og ég skrifaði það hérna afþví að ég var að skrifa eitthvað temmilega niðrandi um twitter, og vildi ekki gera það þar. Afhverju? Ja.

Það hefði verið annaðhvort ofsalega sniðugt eða bara lélegt. Líklega bæði í einu.

En þetta er málið í hnotskurn: Hugmyndin er aldrei nema þrjátíu til fimmtíu prósent.. Ég byrja ekki að hugsa í alvöru fyrren ég byrja að skrifa. Hvað þýðir þetta sem ég var að skrifa, get ég sagt það betur, get ég útskýrt það betur, tapast eitthvað ef ég útskýri það betur, líklega já, en ég get leitt útfrá því, í þessa og þessa átt. Helst bæði.

Á hinn bóginn: Þessi þrjátíu til fimmtíu prósent eru e.t.v. góðu prósentin. Hitt uppfylling fyrir sjálfan mig.

En það er ekki satt heldur. Ég veit það af eigin raun.

Öll þessi skrif eru náttúrulega bara rúnk. Maður er bara sneggri að ljúka því af með twitter, hvort sem það er til góðs eða ills.

...

Ég tek eftir því að stafsetningarfasistinn í firefox strikar ekki undir twitter, en strikar undir firefox. Undarlegt.

Það er ekki það að mér finnist ég hafa minna og minna að segja, heldur það að ég segi minna og minna. Þetta er ekki frá a til b og svo enter.

Ég gleymdi Cryptonomicon á safninu og bölva því.

Kvef og vesen. Lýsi, sterímar, einn brjóssiggur eftir og ab-mjólk. Te með hunangi í. Vatn. Rúm.

...

Við Davíð kíktum í spil til Egils og Önnu í gærkvöld. Spiluðum eitthvað þýskt galdrakallaspil sem var eiginlega bara kani með nokkrum aukaspilum. Nokkuð gott. Væri í raun hægt að búa það til með spilastokk og átta spilum í viðbót.

...

Er Stjórnmála-Davíð búinn að skemma línuna 'tíminn líður hratt á gervihnattaöld' eða hefur hún nú öðlast aukið vægi? Skiptir það máli fyrir skoðun þína hvort þú ert til hægri eða vinstri í stjórnmálum? Skiptir það nokkurntíman ekki máli?

Hvötin til að setja eitthvað niður á þessa auðu síðu, það er annað. Skrif verða til þess að búa til skrif.

A-ha, þessir nýju þættir, Castle, eru Californication í New York og það er morðingi í spilinu.

Mig langar að tala við einhvern um Battlestar sem kláraðist um daginn en það er enginn búinn að horfa á hann..

Ég hélt að Lost væri að klárast í vor en það er ein heil þáttaröð eftir. Þegar ég uppgötvaði það varð ég bæði leiður ( :( ) og hamingjusamur ( :) ) um leið.

Leggur ekkert inn / tekur bara út.

Ég las fyrstu Southland Tales forsögu-myndasöguna um daginn, hún var allt í lagi. Góð á köflum. Nei í rauninni bara góð, hún var stutt. En hefði allsekki virkað ein og sér, enda var það ekki ætlunin. Alltannar tónn en í myndinni samt. Merkilegt stykki, þessi mynd.

...

Ég sótti myndir úr framköllun um daginn, þær eru allar frá London. Nema tvær af flugvellinum. Stór hluti af þeim er við að sitja á bar og drekka bjór. Sem gefur raunsanna mynd af veru okkar í London.

Ég ætlaði austur í dag en ég er efins með þetta kvef. Var samt búinn að lofa.

Var ég búinn að segja ykkur hvað ég keypti í London?

Myndasögur: American Flagg, v.1; The Amazing Remarkable Monsieur Leotard (með límmiða á saursíðunni sem er áritaður af Campbell); Watchmench; og Watching the Watchmen -- sem er ekki myndasaga en ansi góður klumpur af allskonar efni frá Dave Gibbons um tilurð myndasögunnar.

DVD: Spaced, komplet pakki; Garth Marenghi's Darkplace; báðar Nolan Batman myndirnar; og svo Friends handa Nönnu. Maður á að gefa gjafir þegar maður kemur heim, þetta lærir maður af illri reynslu.

Og svo bara lestarmiðar, fæða, nasl og bjór. Jú og snassí hattur.

Ég á eftir að skrifa ferðasögu, ætli ég nenni því þegar ég er búinn að horfa á Lost, sjáum til.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég er búinn að horfa á BSG, ég get sagt þér frá því þegar ég kem heim á miðvikudaginn.

Víðir

Sævar sagði...

Þetta var ljúfsár endir að mörgu leyti, en á síðasta klukkutímanum hafði maður óneitanlega á tilfinningunni að höfundarnir hefðu skrifað sig út í horn, ákveðið að nota allt sem þeim datt í hug á síðasta fundinum og detta svo bara íða.