02 júní 2009

Um helgina

gerði ég ekkert. Og það var allt það sem ég hélt það yrði. Takk herra Livingston.

Nei ég læt það vera, ég gerði ýmislegt. Föstudaginn gekk ég langleiðina uppá Esju. Ekki á topp, það var leiðindaveður og við ákváðum að snúa aftur og fara lengra - ætlum á morgun. Nú er það vikuleg ganga fram að Laugavegi, að ganga til bæði skóna mína og sjálfan mig.

Á laugardaginn fór ég í Kolaportið og keypti DVD myndir: The Hunt for Red October, JCVD og A Few Good Men. Og Syrpu handa Þorra bróður. Svo hjólaði ég í Loftkastalann og keypti afmælisgjöf handa mömmu. Hún fékk tvo miða á Grease og brúsa af dísel. Kvöldinu eyddi ég með sjálfum mér (Davíð og Ingibjörg litu við til að sækja lykla) að glápa á HFRO og Gomorra. Sem var alveg fín. Og las í Quicksilver, er kominn inní aðra bók, King of the Vagabonds.

Ég keyrði austur á sunnudaginn, fékk mér borgara á Krúsinni, heimsókn til ömmu og mömmu. Við keyrðum austur í Versali og skoðuðum vikugamalt folald. Það var í sjálfu sér fínt en mér leiðist að ganga um tún. Svo las ég meira.

Í gær svaf ég og las. Ósköp notalegt. Svo skoðuðum við íbúð sem við stefnum á að flytja í.. Maður þarf víst að flytja í Breiðholtið einusinni á ævinni, það hafa margir reynt. Borðuðum lamb.

Ég hamstraði bjór á laugardeginum. Svona þannig. Ætli ég hafi ekki sparað svona fimmtánhundruð kall miðað við hver hækkunin verður. Lífið er saltfiskur.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég kýs hinsvegar að ganga um tún fremur en fjöll, ha það sniðugt.

-V

Björninn sagði...

Þá göngum við lítið saman trúi ég.

Nei þú mátt alveg eiga þessi tún. Þau eru gulir ruslahaugar.