04 maí 2008

Sætum lygum lokið

Ég útbjó snarbilað mixteip fyrir sumarbústaðinn, sem vakti mikla lukku (a.m.k. hjá sjálfum mér). Ég fór í gegnum fullt fullt af torrentum og þegar ég skimaði í gegnum Queen megapakka einhvern þá fannst mér þessi titill fyndinn, svo þetta lag fékk að fljóta með:Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af Queen, ég skil ekki fólk sem elskar bílana sína, ég veit ekki einusinni hvað það er nákvæmlega sem gerði þetta lag svona skemmtilegt, en akkúrat núna man ég ekkert annað lag.

Jú það og að heyra í Girl Talk, sem ég hafði lesið um en ekki nennt að skoða frekar. Það er enn eitt band sem ég vil sjá á Hátíðinni. Og Black Mountain líka. Væri til í það.

Þess utan: Skotvopn, kolagrill, smá sólskin, pottur og ,,farðu af landareigninni minni."

Don't have to listen to no run-of-the-mill talk jive!

-b.

Engin ummæli: