20 maí 2008

Bjarki og Blaka og hamingjusemi

Bjarki eignaðist son í gær. Hún Blaka hjálpaði víst eitthvað til, en ég veit ekki að hvaða leyti. Þetta var laust fyrir eitt eftir hádegi, drengurinn var rúmur hálfur meter og dökkhærður.

Allir fá náttúrulega stórt til hamingju frá mér, það er gaman að fylgjast með barneignum úr fjarlægð.

(Og núna er Bjarki fyrst kominn með áþreifanlegt forskot í Barneign Open.)

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, hjálpaði hún til já? Aðeins hugsa ég að hún hafi átt hönd í bagga!
Grensan gamli, passa grensuna

hkh

Björninn sagði...

Já eða hún meig undir bagga hjá karlinum. Ég svona heyrði því fleygt. En einsog ég segi þá fylgist ég bara með úr fjarlægð, heyri hvísl og sögusagnir, en ég sel það ekki dýrara o.s.frv.