09 maí 2008

Úr Sætum lygum: brandarinn

Hlustið mig þarsem ég sit í glasi og segi brandara í sumarbústað.

Ég tók upptökutækið með í bústaðinn og greip marga klukkutíma á band, en það er eiginlega ekkert nothæft í því.. Einsog við má búast, held ég. Þetta eru einsog myndirnar úr partíinu þarsem maður sér fólk tala saman, standa útá svölum, hella bjór, gefa hæ-fæv o.s.frv. en enginn reynir að gera neitt spes fyrir myndavélina, það er enginn performans. Þú veist, og sérð kannske að einhverju leyti á myndunum, að þetta var fínt partí, en það þýðist ekki yfir á mynd.

Þessi klippa er samt ágætis vísir. Þarna heyrist:

a) Hvernig tónlist var í hávegum höfð

á) Hvað potturinn var heitur á þeirri stund (þetta var mjög mikilvægt fyrsta kvöldið)

b) Hvað ég er lélegur í því að segja brandara

b2) Hverskonar brandara ég kýs að segja, og hvað ég man helst -- Lélega brandara, því ég veit að ég er lélegur í því að segja brandara. (Sjá einnig: Gasklefabrandarinn og Trúðabrandarinn.)

d) Hversu erfitt það er að segja brandara frá byrjun til enda án þess að vera truflaður af mönnum sem eru allir að segja sína eigin brandara á meðan.

d2) Hversu litlu máli það skiptir að maður sé ,,truflaður" trekk í trekk. Það að segja brandara í þessu umhverfi er ekki performans heldur hluti af samræðunum. Þarna má t.a.m. heyra að brandarinn sprettur útúr pungnum á Víði, eða því að sjá Víði breyta pung sínum í skapabarma. Og tala um það.

d3) (Eru brandarar í bústað rísóm, andstætt grenitrjám sem þeir eru á sviði?) ((Ég þekki ekki minn póstmódernisma lengur.))

d4) Ennfremur er brandarinn ekki eyland, þegar pönslínan er komin og farin tekur næsti við og prjónar við hann, aftaní, framaní eða innaní. Þetta er í raun sami punkturinn og áður. Kannske var þessi listi ekki svo góð hugmynd.

Á upptökunum má líka heyra fleiri fleiri mínútur af trommuslætti (Lost in Music: The Drums), hálffullorðna menn syngja með eitís lögum í handónýtri falsettu, raus um gömlu dagana, meiðyrði og skammir og fullt fullt af drykkju. Ef hlutaðeigandi vilja hlusta á alla þessa dýrð þá skal ég sendana. Ekki málið. En þetta er það eina sem ég get hugsað mér að leyfa óinnvígðum að heyra.

-b.

Engin ummæli: