12 september 2007

Þarmeð bless

En svona að hækum slepptum þá sit ég inná bókhlöðu í augnablikinu og sé hvar rigningin hrynur oná lóðina fyrir utan í sirka 45° halla. Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa haft þessa vitleysu í bakið á leiðinni niðreftir. Svo er spurning hvernig staðan verður í nótt þegar ég fer aftur heim.

Ég er að taka nokkrar vaktir til að eiga fyrir næstu leigu. Fokk helvítis ég ætlaði að vera að setja saman starfsumsókn í dag.

-b.

Engin ummæli: