03 nóvember 2008

Má ég kynna nýjan gamlan vinHún amma mín gaf mér þennan bangsa í afmælisgjöf. Hann heitir Nyarlathotep. Hann segist hafa risið uppúr tuttugu og sjö alda svartnætti, og að hann heyri skilaboð frá stöðum sem liggja utan við þessa plánetu. Hann sankar að sér allskonar furðulegum tækjum og tólum úr járni og gleri, og smíðar úr þeim enn skrýtnari hluti. Það fer hrollur um þá sem mæla nafn hans, og síðan ég kom með hann heim höfum við varla sofið: við gerum ekki annað á næturnar en að öskra uppúr martröðum okkar.

Við köllum hann Teppa.

-b.

Engin ummæli: