18 nóvember 2008

Ingi Björn skikkaði mig til að lesa Atómstöðina:

Fátækum sakleysíngja tekst með hörkubrögðum að brjótast inní smáverslun og stela skóreimum og maltextrakti, sagði organistinn; eða hafa burt gamlan frakka úr fordyri; eða smjúga inn bakdyramegin í mjólkurbúð og ná lausu aurunum sem urðu eftir í kassanum í gærkvöldi, taka veskið af fullum sjómanni eða fara ofaní ferðakoffort hjá sveitamanni og hirða sumarkaupið hans. Tinkoppunum okkar er kanski hægt að stela, þó ekki nema fyrir sérstaka tilverkan guðs náðar. En það er ekki hægt að stela gullkoppunum okkar, ekki einusinni silfurkoppunum: þeir eru varðir. Nei, það væri gaman að lifa ef maður gæti geingið út og stolið miljón hvenær sem maður er blánkur.


Á þetta við? Þetta á við.

-b.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Einmitt! Og svo var reynt að halda því fram að þessi bók væri aðeins pólitískt áróðursrit sem næði ekki útfyrir sinn allra samtíma! Vissulega er þetta pólitískt rit, en í bestu merkingu eins og tilvitnunin ber með sér!

Er það annars ekki dásamlegt, hvað skáldskapur fær mikið gildi á þessum svokölluðu síðustu og verstu tímum? Jafnvel skáldskapur sem hafði "fallið" í gildi samkvæmt einhverjum góðærisstöðlum. Mæli t.d. með ljóðinu "Miðvikudagur" eftir Stein Steinarr.

-Ingi