13 október 2008

En það sem ég vildi segja er þetta hér

Ég geri grín að þeim sem flykktust í nýju verslunarmiðstöðina og biðu í röðum til að kaupa drasl á meðan skuldir alheimsins féllu á þjóðina. En þó fór ég í Kringluna á laugardaginn og keypti mér föt. Nýjan jakka meira að segja. Sem þýðir að ég hef keypt mér tvo jakka á þessu ári, sem er um það bil átján þúsund prósent aukning síðan árið það áður. Og tvær peysur.

Peysur!

Á ég nú að ganga í peysu? Annarri en þeirri sem ég gekk í þegar?

En ferðin var ekki alger vísindaskáldskapur: Ég keypti líka tvær flöskur af Móra, þessum nýja úr Ölvisholtinu - hann er bara seldur í hálfslíters flöskum, hvað á það að segja manni? - og eina flösku af Jökli, sem kemur úr Stykkishólmi. Ég á enn eftir að smakka þá, þeir bíða inní kæli.

Svo vann ég niðrá safni frá sjö til eitt eftir miðnætti, hún Hrafnhildur var að fagna þrjátíu ára afmæli sínu og mannsins síns, fékk til þess salinn uppi á sjöttu hæð og þurfti þá að leigja húsvörð. Það var tíðindalítið, allt mjög dannað fólk. Svo var ég leystur út með kippu af bjór, sem var ekki amalegt.

Annars var helgin fín og tíðindalítil. Það er verið að setja upp nýja síma í vinnunni, robbosslegga er gaman að fá ný tól. Og nú er matur!

-b.

2 ummæli:

Sævar sagði...

Vá! Hvernig síma?

Björninn sagði...

Þeir heita Avaya og eru komnir útum allt hús. Þeir eru að vísu engin kraftaverkatól en aðeins fleiri fídusar en á gömlu druslunum.

En ég er farinn í kaffi!