08 október 2008

Ég hlusta á hugmyndir fólks í kringum mig

Þetta er bara eitthvað sem ég heyrði útundan mér, og ég sel það ekki dýrara en allt hitt, og ég er heldur ekki viss um að þetta geti virkað en bíðum við: Hugmyndin er sú að hópa saman temmilega mörgum** MBA-um (það sem við köllum uMBA: ,,Hei umbi") og sópa þeim oní eldinn***. Syngja síðan eitthvað órætt hinum og þessum guðum til dýrðar, um að gera að kasta nógu víðu neti svo við náum sem flestum (og ef einhverjir af öllum þessum guðum skyldu nú ekki vera til þá er náttúrulega öruggast að heyra í öllum sem við þekkjum), og gera það nógu hátt. Sýna smá lit sko. Þetta gæti orðið til þess að efnahagurinn rétti sig af fyrr en menn og konur þora að vona.

Nei ég veit það ekki, ég var ekki alveg að fatta pælinguna þegar ég heyrði þetta sjálfur, en svo fór ég að hugsa sko og hverju höfum við sosum að tapa?

-b.

** Þ.e.a.s. nógu mörgum, og þarsem við vitum ekki hvað nógu margir eru margir þá er líklega best að hafa þá bara nógu helvíti marga.

*** NB: við myndum væntanlega þurfa að byrja á því að byggja eldstæðið, það þyrfti að vera á vídd og breidd sem innilaugin í Sundhöll Reykjavíkur en talsvert dýpra, og með grindum í botninn til að frárennslið höndli botnfallið.. Eflaust ekki flókið verk fyrir þá sem til þekkja, en þetta gæti jú skapað atvinnu handa einum eða tveimur á þessum viðsjárverðu tímum.
 

Engin ummæli: